Friðrik V hættur á Kexinu 31. ágúst 2011 14:00 Pétur Hafliði Marteinsson segir engin leiðindi vera á bak við brotthvarf Friðriks V af Kexinu en hann er hættur að kokka á veitingastað gistiheimilisins. Hér eru þeir Pétur og Kristinn Vilbergsson ásamt Friðriki V þegar Kexið opnaði.Fréttablaðið/Valli „Það er engin dramatík í kringum þetta, við ætluðum alltaf að hafa þetta samstarf svona,“ segir Pétur Hafliði Marteinsson, einn eigenda veitinga- og gistihússins KEX. Matreiðslumaðurinn Friðrik Valur Karlsson, eða Friðrik V, er hættur að elda í eldhúsi staðarins. Pétur segir matreiðslumanninn munu verða þeim innan handar við gerð matseðla. „Hann er algjör snillingur í að tala um mat og þessi ákvörðun var sameiginleg.“ Pétur segir að þeir ætli sér að ná enn betri tökum á svokölluðum kráarmat og að Friðrik verði þeim innan handar í þeirri nálgun. Matreiðslumaðurinn Tóti, sem áður var kokkur á Hótel Rangá og Einari Ben., hefur nú tekið við keflinu af Friðriki en Pétur tekur fram að ekki verði mikilla breytinga að vænta þrátt fyrir brotthvarf Friðriks. Fréttablaðið reyndi að ná í Friðrik í gær en án árangurs. KEX Hostel hefur farið ákaflega vel af stað, gistiheimilið hefur verið þétt setið og þá hefur barinn slegið í gegn. „Þetta hefur gengið mjög vel og við hefðum bara ekki viljað hafa þetta betra,“ segir Pétur en athygli hefur vakið að stjörnurnar sem sinntu barþjónahlutverkinu fyrr á þessu ári eru flestar flognar á braut. „Rúnar Freyr var náttúrlega bara æskuvinur minn, við bjuggum í sömu blokkinni í Breiðholtinu og hann er núna byrjaður að æfa aftur fyrir eitthvert hlutverk. Björn Ingi Hilmarsson er síðan farinn aftur til Svíþjóðar þar sem hann býr. Við erum því bara búnir að ráða fólk í þeirra stað.“- fgg Lífið Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Fleiri fréttir Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Sjá meira
„Það er engin dramatík í kringum þetta, við ætluðum alltaf að hafa þetta samstarf svona,“ segir Pétur Hafliði Marteinsson, einn eigenda veitinga- og gistihússins KEX. Matreiðslumaðurinn Friðrik Valur Karlsson, eða Friðrik V, er hættur að elda í eldhúsi staðarins. Pétur segir matreiðslumanninn munu verða þeim innan handar við gerð matseðla. „Hann er algjör snillingur í að tala um mat og þessi ákvörðun var sameiginleg.“ Pétur segir að þeir ætli sér að ná enn betri tökum á svokölluðum kráarmat og að Friðrik verði þeim innan handar í þeirri nálgun. Matreiðslumaðurinn Tóti, sem áður var kokkur á Hótel Rangá og Einari Ben., hefur nú tekið við keflinu af Friðriki en Pétur tekur fram að ekki verði mikilla breytinga að vænta þrátt fyrir brotthvarf Friðriks. Fréttablaðið reyndi að ná í Friðrik í gær en án árangurs. KEX Hostel hefur farið ákaflega vel af stað, gistiheimilið hefur verið þétt setið og þá hefur barinn slegið í gegn. „Þetta hefur gengið mjög vel og við hefðum bara ekki viljað hafa þetta betra,“ segir Pétur en athygli hefur vakið að stjörnurnar sem sinntu barþjónahlutverkinu fyrr á þessu ári eru flestar flognar á braut. „Rúnar Freyr var náttúrlega bara æskuvinur minn, við bjuggum í sömu blokkinni í Breiðholtinu og hann er núna byrjaður að æfa aftur fyrir eitthvert hlutverk. Björn Ingi Hilmarsson er síðan farinn aftur til Svíþjóðar þar sem hann býr. Við erum því bara búnir að ráða fólk í þeirra stað.“- fgg
Lífið Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Fleiri fréttir Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Sjá meira