Katrín Hall í dómarasætið 25. ágúst 2011 17:00 Nýr dansþáttur á RúV Katrín Hall verður aðaldómari í nýjum dansþætti í Ríkissjónvarpinu í vetur.fréttablaðið/GVA Katrín Hall verður aðaldómari í nýjum dansþætti sem hefur göngu sína í Ríkissjónvarpinu í vetur. Katrín er viss um að þátturinn verði mikil lyftistöng fyrir þá ört vaxandi listgrein sem dansinn er. „Þetta leggst mjög vel í mig,“ segir Katrín Hall, listrænn stjórnandi Íslenska dansflokksins, sem verður aðaldómari í nýjum dansþætti Ríkissjónvarpsins í vetur. Aðdragandi og undirbúningur að aðkomu Katrínar í þættinum hefur verið töluverður síðan í sumar. „Ég tók strax mjög vel í þetta enda tel ég að þáttur á borð við þennan sé mikil lyftistöng fyrir þá ört vaxandi listgrein sem dansinn er,“ segir Katrín og bætir við að hún fari í þetta verkefni af miklum metnaði. Dansþátturinn verður á dagskrá RÚV í vetur og verður Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir við stjórnvölinn. Enn er verið að leita að fleirum til að liðsinna Katrínu í dómarasætinu. Bæði áhorfendur og dómnefnd hafa svo lokaáhrif á úrslit þáttarins. Katrín leggur áherslu á að verið sé að leita að hæfileikaríkasta og efnilegasta dansara eða dönsurum, yfir 16 ára aldri, á Íslandi í dag en vill ekki líkja þættinum við ameríska raunveruleikaþáttinn So You Think You Can Dance. „Þátturinn er ekki eins uppbyggður, en bæði einstaklingar, pör og danshópar mega skrá sig og eiga þau sjálf að semja metnaðarfull atriði,“ segir Katrín og bætir við að það séu svo margir dansstílar í gangi á Íslandi. Hún á því von á fjörugum þætti sem gefur innsýn inn í heim dansara hvort sem það sé í samkvæmisdansi, listdansi, breikdansi eða hipphoppi. „Ég hef trú á að þetta verði vítamínsprauta fyrir dansinn og hvatning fyrir dansara að koma sér og sinni list á framfæri,“ segir Katrín, sem er mikill fengur fyrir þáttinn en hún hefur heilmikla reynslu og meðal annars samið dans fyrir söngkonuna Shakiru og atriði fyrir bresku útgáfuna af So You Think You Can Dance. „Já, það er ýmislegt sem hefur rekið á fjörur manns gegnum tíðina og maður nýtir sér þá reynslu í þessu verkefni.“ Katrín hefur ekki í hyggju að vera mjög óvæginn dómari. „Ég verð með uppbyggilega gagnrýni að leiðarljósi og dansarar eru vanir að taka henni og nýta sér á réttan máta. Við leitum að svo mörgum samspilandi þáttum í fari hvers og eins þátttakanda.“ Prufur fyrir þáttinn fara af stað í október en nánari dagsetningar verða auglýstar síðar. alfrun@frettabladid.is Lífið Mest lesið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Fleiri fréttir Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sjá meira
Katrín Hall verður aðaldómari í nýjum dansþætti sem hefur göngu sína í Ríkissjónvarpinu í vetur. Katrín er viss um að þátturinn verði mikil lyftistöng fyrir þá ört vaxandi listgrein sem dansinn er. „Þetta leggst mjög vel í mig,“ segir Katrín Hall, listrænn stjórnandi Íslenska dansflokksins, sem verður aðaldómari í nýjum dansþætti Ríkissjónvarpsins í vetur. Aðdragandi og undirbúningur að aðkomu Katrínar í þættinum hefur verið töluverður síðan í sumar. „Ég tók strax mjög vel í þetta enda tel ég að þáttur á borð við þennan sé mikil lyftistöng fyrir þá ört vaxandi listgrein sem dansinn er,“ segir Katrín og bætir við að hún fari í þetta verkefni af miklum metnaði. Dansþátturinn verður á dagskrá RÚV í vetur og verður Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir við stjórnvölinn. Enn er verið að leita að fleirum til að liðsinna Katrínu í dómarasætinu. Bæði áhorfendur og dómnefnd hafa svo lokaáhrif á úrslit þáttarins. Katrín leggur áherslu á að verið sé að leita að hæfileikaríkasta og efnilegasta dansara eða dönsurum, yfir 16 ára aldri, á Íslandi í dag en vill ekki líkja þættinum við ameríska raunveruleikaþáttinn So You Think You Can Dance. „Þátturinn er ekki eins uppbyggður, en bæði einstaklingar, pör og danshópar mega skrá sig og eiga þau sjálf að semja metnaðarfull atriði,“ segir Katrín og bætir við að það séu svo margir dansstílar í gangi á Íslandi. Hún á því von á fjörugum þætti sem gefur innsýn inn í heim dansara hvort sem það sé í samkvæmisdansi, listdansi, breikdansi eða hipphoppi. „Ég hef trú á að þetta verði vítamínsprauta fyrir dansinn og hvatning fyrir dansara að koma sér og sinni list á framfæri,“ segir Katrín, sem er mikill fengur fyrir þáttinn en hún hefur heilmikla reynslu og meðal annars samið dans fyrir söngkonuna Shakiru og atriði fyrir bresku útgáfuna af So You Think You Can Dance. „Já, það er ýmislegt sem hefur rekið á fjörur manns gegnum tíðina og maður nýtir sér þá reynslu í þessu verkefni.“ Katrín hefur ekki í hyggju að vera mjög óvæginn dómari. „Ég verð með uppbyggilega gagnrýni að leiðarljósi og dansarar eru vanir að taka henni og nýta sér á réttan máta. Við leitum að svo mörgum samspilandi þáttum í fari hvers og eins þátttakanda.“ Prufur fyrir þáttinn fara af stað í október en nánari dagsetningar verða auglýstar síðar. alfrun@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Fleiri fréttir Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sjá meira