Ný prímadonna í leikhúsheiminum 25. ágúst 2011 12:00 Ný stjarna Myrra þreytir frumraun sína á leiksviði í vetur þegar hún fer með hlutverk Tótó í Galdrakarlinum í Oz. Hér er hún ásamt Ástu Dóru Ingadóttur þjálfara sínum. Fréttablaðið/gva „Hún er mjög meðfærilegur hundur en smá prímadonna enda leikkona,“ segir Ásta Dóra Ingadóttir, hundaþjálfari og eigandi Gallerís Voff, en hún sér um að þjálfa tíkina Myrru fyrir frumraun hennar á leiksviði. Myrra fer með hlutverk hundsins Tótó í uppsetningu Borgarleikhússins á Galdrakarlinum í Oz og mætti á sína fyrstu æfingu í gærmorgun. Að sögn viðstaddra á æfingu sló Myrra rækilega í gegn og var það mál manna að ný stjarna væri fædd í leikhúsheiminum. „Hún Myrra er búin að vera hjá mér síðustu fjórar vikurnar og má ekki hitta eiganda sinn meðan á þjálfuninni stendur. Ég kalla þetta sumarbúðir,“ segir Ásta Dóra en þetta er í annað sinn sem hún þjálfar hund upp í hlutverk Tótó. „Ég þjálfaði líka hundinn sem lék í leikritinu fyrir fimmtán árum svo ég er öllu vön.“ Ásta Dóra vill meina að Myrra sé smá prímadonna en henni finnst gaman að fara í útreiðatúra en neitar að fara á hest sem er ekki í sama lit og hún sjálf, sem sagt vill bara gráan. „Hún er mjög fyndin. Svo þegar við erum á leið á þreksvæðið, þá situr hún á vespunni með mér, á meðan hinir hundarnir hlaupa.“ Þjálfun Myrru, sem er West Highland White Terrier, gengur út á að fá hana til að hlýða Ástu Dóru og treysta. Einnig þarf Myrra að skipta um kyn á sviðinu því Tótó er karlkyns. „Ég er að þjálfa hana í hálfgerða lífsstílsbreytingu, hlýða strax og svara karlkynsskipunum. Svona heimilishundar eins og Myrra eru ekki vanir svona miklum afskiptum,“ segir Ásta Dóra, sem verður á bak við tjöldin í öllum sýningunum. „Myrra verður að hlýða mér og svo Láru sem leikur Dóróteu. Þær hittust fyrst á æfingu í morgun og náðu vel saman.“ - áp Lífið Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið Fleiri fréttir Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Sjá meira
„Hún er mjög meðfærilegur hundur en smá prímadonna enda leikkona,“ segir Ásta Dóra Ingadóttir, hundaþjálfari og eigandi Gallerís Voff, en hún sér um að þjálfa tíkina Myrru fyrir frumraun hennar á leiksviði. Myrra fer með hlutverk hundsins Tótó í uppsetningu Borgarleikhússins á Galdrakarlinum í Oz og mætti á sína fyrstu æfingu í gærmorgun. Að sögn viðstaddra á æfingu sló Myrra rækilega í gegn og var það mál manna að ný stjarna væri fædd í leikhúsheiminum. „Hún Myrra er búin að vera hjá mér síðustu fjórar vikurnar og má ekki hitta eiganda sinn meðan á þjálfuninni stendur. Ég kalla þetta sumarbúðir,“ segir Ásta Dóra en þetta er í annað sinn sem hún þjálfar hund upp í hlutverk Tótó. „Ég þjálfaði líka hundinn sem lék í leikritinu fyrir fimmtán árum svo ég er öllu vön.“ Ásta Dóra vill meina að Myrra sé smá prímadonna en henni finnst gaman að fara í útreiðatúra en neitar að fara á hest sem er ekki í sama lit og hún sjálf, sem sagt vill bara gráan. „Hún er mjög fyndin. Svo þegar við erum á leið á þreksvæðið, þá situr hún á vespunni með mér, á meðan hinir hundarnir hlaupa.“ Þjálfun Myrru, sem er West Highland White Terrier, gengur út á að fá hana til að hlýða Ástu Dóru og treysta. Einnig þarf Myrra að skipta um kyn á sviðinu því Tótó er karlkyns. „Ég er að þjálfa hana í hálfgerða lífsstílsbreytingu, hlýða strax og svara karlkynsskipunum. Svona heimilishundar eins og Myrra eru ekki vanir svona miklum afskiptum,“ segir Ásta Dóra, sem verður á bak við tjöldin í öllum sýningunum. „Myrra verður að hlýða mér og svo Láru sem leikur Dóróteu. Þær hittust fyrst á æfingu í morgun og náðu vel saman.“ - áp
Lífið Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið Fleiri fréttir Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Sjá meira