Virðisrýrnun eða ofmat við Sparisjóðinn 18. ágúst 2011 07:15 Bjarni segir mikilvægt að öll spil séu lögð á borðið varðandi málefni Sparisjóðs Keflavíkur. Síðan verði tekin ákvörðun um eðlileg næstu skref í málinu. fréttablaðið/gva Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að nauðsynlegt sé að leggja öll spilin á borðið vegna sameiningar SpKef og Landsbanka Íslands. Virði eigna sjóðsins hafi rýrnað frá mati stjórnvalda og það verði að skýra. Bjarni segir að stjórnvöld hafi vitað af slæmri stöðu Sparisjóðs Keflavíkur um nokkra hríð áður en ákveðið var að skipta honum upp og stofna SpKef. Við þann gjörning hafi menn gengið út frá því að nokkuð góð vissa væri um virði eignanna. Slitastjórnin hafi hins vegar aldrei getað fellt sig við þann samning sem í boði var; engar eignir hafi verið skildar eftir og slitastjórnin hafi ekki einu sinni getað höfðað riftunarmál þar sem eignir stóðu ekki undir kostnaði. „Samt sem áður var þetta látið ganga fram. Síðan kemur í ljós að sparisjóðurinn hefur þörf fyrir aukið eigið fé eigi hann að halda í einhver starfsleyfi,“ segir Bjarni. Þá hafi skýrst að sjóðinn vantaði ekki einungis þá 10 til 11 milljarða sem fjármálaráðuneytið og Fjármálaeftirlitið (FME) höfðu gert opinbera, heldur 6 til 7 milljarða aukreitis. Þinginu hafi þá verið kynnt um sameiningu sjóðsins og Landsbankans, en við það þyrfti aðeins að leggja út um það bil 11 milljarða. Landsbankinn gaf út við sameininguna að lagt yrði sjálfstætt mat á eignasafn sjóðsins og í ljós kom að 20 milljarða bar á milli mats bankans og FME. „Þetta kallar fram spurningar um það hvaða mat fór fram í upphafi, á hvaða mati aðgerðirnar á þessu ári byggðust og hvað varð um virði eignanna. Hvað varð um virði eignanna? Hefur það rýrnað svona mikið eftir að ríkisstjórnin fór að skipta sér af, eða voru eignirnar svona ofmetnar? Hvernig getur orðið til 20 til 30 milljarða gat í sparisjóði sem á ekki einu sinni fyrir innistæðum?“ Bjarni segir um háar fjárhæðir að ræða og minnir á að Landsbankinn hafi verið seldur á um 20 milljarða í einkavæðingu og eigið fé sameinaðs Íslandsbanka og Fjárfestingarbanka atvinnulífsins á sínum tíma verið um 18 milljarðar. „Hver ber ábyrgð á því eignamati sem birtist í lok árs 2008 þar sem sagt var að eiginfjárstaða sjóðsins væri nokkuð góð? Það er bara lítið brot eftir af eignum sem voru í bókum sjóðsins í lok árs 2008.“ kolbeinn@frettabladid.is Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að nauðsynlegt sé að leggja öll spilin á borðið vegna sameiningar SpKef og Landsbanka Íslands. Virði eigna sjóðsins hafi rýrnað frá mati stjórnvalda og það verði að skýra. Bjarni segir að stjórnvöld hafi vitað af slæmri stöðu Sparisjóðs Keflavíkur um nokkra hríð áður en ákveðið var að skipta honum upp og stofna SpKef. Við þann gjörning hafi menn gengið út frá því að nokkuð góð vissa væri um virði eignanna. Slitastjórnin hafi hins vegar aldrei getað fellt sig við þann samning sem í boði var; engar eignir hafi verið skildar eftir og slitastjórnin hafi ekki einu sinni getað höfðað riftunarmál þar sem eignir stóðu ekki undir kostnaði. „Samt sem áður var þetta látið ganga fram. Síðan kemur í ljós að sparisjóðurinn hefur þörf fyrir aukið eigið fé eigi hann að halda í einhver starfsleyfi,“ segir Bjarni. Þá hafi skýrst að sjóðinn vantaði ekki einungis þá 10 til 11 milljarða sem fjármálaráðuneytið og Fjármálaeftirlitið (FME) höfðu gert opinbera, heldur 6 til 7 milljarða aukreitis. Þinginu hafi þá verið kynnt um sameiningu sjóðsins og Landsbankans, en við það þyrfti aðeins að leggja út um það bil 11 milljarða. Landsbankinn gaf út við sameininguna að lagt yrði sjálfstætt mat á eignasafn sjóðsins og í ljós kom að 20 milljarða bar á milli mats bankans og FME. „Þetta kallar fram spurningar um það hvaða mat fór fram í upphafi, á hvaða mati aðgerðirnar á þessu ári byggðust og hvað varð um virði eignanna. Hvað varð um virði eignanna? Hefur það rýrnað svona mikið eftir að ríkisstjórnin fór að skipta sér af, eða voru eignirnar svona ofmetnar? Hvernig getur orðið til 20 til 30 milljarða gat í sparisjóði sem á ekki einu sinni fyrir innistæðum?“ Bjarni segir um háar fjárhæðir að ræða og minnir á að Landsbankinn hafi verið seldur á um 20 milljarða í einkavæðingu og eigið fé sameinaðs Íslandsbanka og Fjárfestingarbanka atvinnulífsins á sínum tíma verið um 18 milljarðar. „Hver ber ábyrgð á því eignamati sem birtist í lok árs 2008 þar sem sagt var að eiginfjárstaða sjóðsins væri nokkuð góð? Það er bara lítið brot eftir af eignum sem voru í bókum sjóðsins í lok árs 2008.“ kolbeinn@frettabladid.is
Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira