Virðisrýrnun eða ofmat við Sparisjóðinn 18. ágúst 2011 07:15 Bjarni segir mikilvægt að öll spil séu lögð á borðið varðandi málefni Sparisjóðs Keflavíkur. Síðan verði tekin ákvörðun um eðlileg næstu skref í málinu. fréttablaðið/gva Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að nauðsynlegt sé að leggja öll spilin á borðið vegna sameiningar SpKef og Landsbanka Íslands. Virði eigna sjóðsins hafi rýrnað frá mati stjórnvalda og það verði að skýra. Bjarni segir að stjórnvöld hafi vitað af slæmri stöðu Sparisjóðs Keflavíkur um nokkra hríð áður en ákveðið var að skipta honum upp og stofna SpKef. Við þann gjörning hafi menn gengið út frá því að nokkuð góð vissa væri um virði eignanna. Slitastjórnin hafi hins vegar aldrei getað fellt sig við þann samning sem í boði var; engar eignir hafi verið skildar eftir og slitastjórnin hafi ekki einu sinni getað höfðað riftunarmál þar sem eignir stóðu ekki undir kostnaði. „Samt sem áður var þetta látið ganga fram. Síðan kemur í ljós að sparisjóðurinn hefur þörf fyrir aukið eigið fé eigi hann að halda í einhver starfsleyfi,“ segir Bjarni. Þá hafi skýrst að sjóðinn vantaði ekki einungis þá 10 til 11 milljarða sem fjármálaráðuneytið og Fjármálaeftirlitið (FME) höfðu gert opinbera, heldur 6 til 7 milljarða aukreitis. Þinginu hafi þá verið kynnt um sameiningu sjóðsins og Landsbankans, en við það þyrfti aðeins að leggja út um það bil 11 milljarða. Landsbankinn gaf út við sameininguna að lagt yrði sjálfstætt mat á eignasafn sjóðsins og í ljós kom að 20 milljarða bar á milli mats bankans og FME. „Þetta kallar fram spurningar um það hvaða mat fór fram í upphafi, á hvaða mati aðgerðirnar á þessu ári byggðust og hvað varð um virði eignanna. Hvað varð um virði eignanna? Hefur það rýrnað svona mikið eftir að ríkisstjórnin fór að skipta sér af, eða voru eignirnar svona ofmetnar? Hvernig getur orðið til 20 til 30 milljarða gat í sparisjóði sem á ekki einu sinni fyrir innistæðum?“ Bjarni segir um háar fjárhæðir að ræða og minnir á að Landsbankinn hafi verið seldur á um 20 milljarða í einkavæðingu og eigið fé sameinaðs Íslandsbanka og Fjárfestingarbanka atvinnulífsins á sínum tíma verið um 18 milljarðar. „Hver ber ábyrgð á því eignamati sem birtist í lok árs 2008 þar sem sagt var að eiginfjárstaða sjóðsins væri nokkuð góð? Það er bara lítið brot eftir af eignum sem voru í bókum sjóðsins í lok árs 2008.“ kolbeinn@frettabladid.is Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að nauðsynlegt sé að leggja öll spilin á borðið vegna sameiningar SpKef og Landsbanka Íslands. Virði eigna sjóðsins hafi rýrnað frá mati stjórnvalda og það verði að skýra. Bjarni segir að stjórnvöld hafi vitað af slæmri stöðu Sparisjóðs Keflavíkur um nokkra hríð áður en ákveðið var að skipta honum upp og stofna SpKef. Við þann gjörning hafi menn gengið út frá því að nokkuð góð vissa væri um virði eignanna. Slitastjórnin hafi hins vegar aldrei getað fellt sig við þann samning sem í boði var; engar eignir hafi verið skildar eftir og slitastjórnin hafi ekki einu sinni getað höfðað riftunarmál þar sem eignir stóðu ekki undir kostnaði. „Samt sem áður var þetta látið ganga fram. Síðan kemur í ljós að sparisjóðurinn hefur þörf fyrir aukið eigið fé eigi hann að halda í einhver starfsleyfi,“ segir Bjarni. Þá hafi skýrst að sjóðinn vantaði ekki einungis þá 10 til 11 milljarða sem fjármálaráðuneytið og Fjármálaeftirlitið (FME) höfðu gert opinbera, heldur 6 til 7 milljarða aukreitis. Þinginu hafi þá verið kynnt um sameiningu sjóðsins og Landsbankans, en við það þyrfti aðeins að leggja út um það bil 11 milljarða. Landsbankinn gaf út við sameininguna að lagt yrði sjálfstætt mat á eignasafn sjóðsins og í ljós kom að 20 milljarða bar á milli mats bankans og FME. „Þetta kallar fram spurningar um það hvaða mat fór fram í upphafi, á hvaða mati aðgerðirnar á þessu ári byggðust og hvað varð um virði eignanna. Hvað varð um virði eignanna? Hefur það rýrnað svona mikið eftir að ríkisstjórnin fór að skipta sér af, eða voru eignirnar svona ofmetnar? Hvernig getur orðið til 20 til 30 milljarða gat í sparisjóði sem á ekki einu sinni fyrir innistæðum?“ Bjarni segir um háar fjárhæðir að ræða og minnir á að Landsbankinn hafi verið seldur á um 20 milljarða í einkavæðingu og eigið fé sameinaðs Íslandsbanka og Fjárfestingarbanka atvinnulífsins á sínum tíma verið um 18 milljarðar. „Hver ber ábyrgð á því eignamati sem birtist í lok árs 2008 þar sem sagt var að eiginfjárstaða sjóðsins væri nokkuð góð? Það er bara lítið brot eftir af eignum sem voru í bókum sjóðsins í lok árs 2008.“ kolbeinn@frettabladid.is
Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira