Virðisrýrnun eða ofmat við Sparisjóðinn 18. ágúst 2011 07:15 Bjarni segir mikilvægt að öll spil séu lögð á borðið varðandi málefni Sparisjóðs Keflavíkur. Síðan verði tekin ákvörðun um eðlileg næstu skref í málinu. fréttablaðið/gva Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að nauðsynlegt sé að leggja öll spilin á borðið vegna sameiningar SpKef og Landsbanka Íslands. Virði eigna sjóðsins hafi rýrnað frá mati stjórnvalda og það verði að skýra. Bjarni segir að stjórnvöld hafi vitað af slæmri stöðu Sparisjóðs Keflavíkur um nokkra hríð áður en ákveðið var að skipta honum upp og stofna SpKef. Við þann gjörning hafi menn gengið út frá því að nokkuð góð vissa væri um virði eignanna. Slitastjórnin hafi hins vegar aldrei getað fellt sig við þann samning sem í boði var; engar eignir hafi verið skildar eftir og slitastjórnin hafi ekki einu sinni getað höfðað riftunarmál þar sem eignir stóðu ekki undir kostnaði. „Samt sem áður var þetta látið ganga fram. Síðan kemur í ljós að sparisjóðurinn hefur þörf fyrir aukið eigið fé eigi hann að halda í einhver starfsleyfi,“ segir Bjarni. Þá hafi skýrst að sjóðinn vantaði ekki einungis þá 10 til 11 milljarða sem fjármálaráðuneytið og Fjármálaeftirlitið (FME) höfðu gert opinbera, heldur 6 til 7 milljarða aukreitis. Þinginu hafi þá verið kynnt um sameiningu sjóðsins og Landsbankans, en við það þyrfti aðeins að leggja út um það bil 11 milljarða. Landsbankinn gaf út við sameininguna að lagt yrði sjálfstætt mat á eignasafn sjóðsins og í ljós kom að 20 milljarða bar á milli mats bankans og FME. „Þetta kallar fram spurningar um það hvaða mat fór fram í upphafi, á hvaða mati aðgerðirnar á þessu ári byggðust og hvað varð um virði eignanna. Hvað varð um virði eignanna? Hefur það rýrnað svona mikið eftir að ríkisstjórnin fór að skipta sér af, eða voru eignirnar svona ofmetnar? Hvernig getur orðið til 20 til 30 milljarða gat í sparisjóði sem á ekki einu sinni fyrir innistæðum?“ Bjarni segir um háar fjárhæðir að ræða og minnir á að Landsbankinn hafi verið seldur á um 20 milljarða í einkavæðingu og eigið fé sameinaðs Íslandsbanka og Fjárfestingarbanka atvinnulífsins á sínum tíma verið um 18 milljarðar. „Hver ber ábyrgð á því eignamati sem birtist í lok árs 2008 þar sem sagt var að eiginfjárstaða sjóðsins væri nokkuð góð? Það er bara lítið brot eftir af eignum sem voru í bókum sjóðsins í lok árs 2008.“ kolbeinn@frettabladid.is Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að nauðsynlegt sé að leggja öll spilin á borðið vegna sameiningar SpKef og Landsbanka Íslands. Virði eigna sjóðsins hafi rýrnað frá mati stjórnvalda og það verði að skýra. Bjarni segir að stjórnvöld hafi vitað af slæmri stöðu Sparisjóðs Keflavíkur um nokkra hríð áður en ákveðið var að skipta honum upp og stofna SpKef. Við þann gjörning hafi menn gengið út frá því að nokkuð góð vissa væri um virði eignanna. Slitastjórnin hafi hins vegar aldrei getað fellt sig við þann samning sem í boði var; engar eignir hafi verið skildar eftir og slitastjórnin hafi ekki einu sinni getað höfðað riftunarmál þar sem eignir stóðu ekki undir kostnaði. „Samt sem áður var þetta látið ganga fram. Síðan kemur í ljós að sparisjóðurinn hefur þörf fyrir aukið eigið fé eigi hann að halda í einhver starfsleyfi,“ segir Bjarni. Þá hafi skýrst að sjóðinn vantaði ekki einungis þá 10 til 11 milljarða sem fjármálaráðuneytið og Fjármálaeftirlitið (FME) höfðu gert opinbera, heldur 6 til 7 milljarða aukreitis. Þinginu hafi þá verið kynnt um sameiningu sjóðsins og Landsbankans, en við það þyrfti aðeins að leggja út um það bil 11 milljarða. Landsbankinn gaf út við sameininguna að lagt yrði sjálfstætt mat á eignasafn sjóðsins og í ljós kom að 20 milljarða bar á milli mats bankans og FME. „Þetta kallar fram spurningar um það hvaða mat fór fram í upphafi, á hvaða mati aðgerðirnar á þessu ári byggðust og hvað varð um virði eignanna. Hvað varð um virði eignanna? Hefur það rýrnað svona mikið eftir að ríkisstjórnin fór að skipta sér af, eða voru eignirnar svona ofmetnar? Hvernig getur orðið til 20 til 30 milljarða gat í sparisjóði sem á ekki einu sinni fyrir innistæðum?“ Bjarni segir um háar fjárhæðir að ræða og minnir á að Landsbankinn hafi verið seldur á um 20 milljarða í einkavæðingu og eigið fé sameinaðs Íslandsbanka og Fjárfestingarbanka atvinnulífsins á sínum tíma verið um 18 milljarðar. „Hver ber ábyrgð á því eignamati sem birtist í lok árs 2008 þar sem sagt var að eiginfjárstaða sjóðsins væri nokkuð góð? Það er bara lítið brot eftir af eignum sem voru í bókum sjóðsins í lok árs 2008.“ kolbeinn@frettabladid.is
Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Sjá meira