Skrímsli eru til rétt eins og dýrlingar 17. ágúst 2011 07:15 Ignacio López Moreno er nú langt kominn með myndskreytinguna sem hylur veggi Skrímslasetursins á Bíldudal. mynd/maría Skrímslasetrið á Bíldudal hefur tekið nokkrum stakkaskiptum síðustu daga. Þó að enn dúsi sömu skrímslin innan veggja eru nú önnur komin utan á safnið. Sá sem hefur laðað þessa vætti á veggina er þó enginn heimamaður, og þó. Þarna er að verki spænski myndlistarmaðurinn Ignacio López Moreno, sem jafnframt er prófessor við Háskólann í Murcia. „Þetta er í raun þakkarvottur minn til Bílddælinga, sem hafa tekið mér og konu minni af þvílíkum hlýhug að ég er farinn að kvíða fyrir brottför,“ segir Moreno. „Ég kom hingað í fyrravetur með rannsóknarstyrk upp á vasann og var þá hjálpað á allra handa máta. Þá dvaldi ég líka á Ísafirði og svo í Reykjavík. Síðan fór ég til Spánar og lauk doktorsritgerð minni en Íslandsdvölin setti mark sitt á hana.“ Það væsti ekki um hann hér á norðurhjara um miðjan vetur. „Nei, í raun var veturinn mun veðursælli en ég átti von á en þó er það hlýhugur Íslendinga sem kom mér mest á óvart. Sem dæmi um þetta get ég sagt að þegar ég kom aftur til Bíldudals nú í júlí var mér tekið eins og hverjum öðrum Bílddælingi sem væri kominn heim úr langri kaupstaðaferð.“ Skrímslaátrúnaður Bílddælinga kemur þó spænska fræðimanninum ekki spánskt fyrir sjónir. „Nei, í raun ekki. Mér sýnist að á Íslandi gegni skrímsli, tröll og aðrir vættir svipuðu hlutverki og dýrlingarnir á Spáni. Öll þessi fyrirbæri eiga það sameiginlegt að þau sameina fólkið á ákveðnum svæðum undir ákveðnum formerkjum. Þannig eru skrímsli vissulega til að sama leyti og dýrlingurinn sem heiðraður er á þorpshátíðinni í mínu þorpi.“ Ekki ætlar Moreno að skilja öll skrímslin eftir fyrir vestan því hann ætlar að kynna þessi fyrirbæri fyrir fræðimönnum á sérstakri ráðstefnu í háskólanum Complutense í Madríd í október. „Þessi ráðstefna fjallar um skapandi borgir, Bíldudalur getur seint kallast borg en það skortir hvorki á sköpunargáfuna né sköpunargleðina. Ég vona bara að áheyrendur taki erindi mínu með opnum huga, það er kannski ekki hlaupið að því að tala um skrímsli á akademískum vettvangi eins og hver annar Gunnar væri. Vonandi fá þeir ekki á tilfinninguna að ég hafi gengið af göflunum hér á norðurhjara.“ jse@frettabladid.is Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Sjá meira
Skrímslasetrið á Bíldudal hefur tekið nokkrum stakkaskiptum síðustu daga. Þó að enn dúsi sömu skrímslin innan veggja eru nú önnur komin utan á safnið. Sá sem hefur laðað þessa vætti á veggina er þó enginn heimamaður, og þó. Þarna er að verki spænski myndlistarmaðurinn Ignacio López Moreno, sem jafnframt er prófessor við Háskólann í Murcia. „Þetta er í raun þakkarvottur minn til Bílddælinga, sem hafa tekið mér og konu minni af þvílíkum hlýhug að ég er farinn að kvíða fyrir brottför,“ segir Moreno. „Ég kom hingað í fyrravetur með rannsóknarstyrk upp á vasann og var þá hjálpað á allra handa máta. Þá dvaldi ég líka á Ísafirði og svo í Reykjavík. Síðan fór ég til Spánar og lauk doktorsritgerð minni en Íslandsdvölin setti mark sitt á hana.“ Það væsti ekki um hann hér á norðurhjara um miðjan vetur. „Nei, í raun var veturinn mun veðursælli en ég átti von á en þó er það hlýhugur Íslendinga sem kom mér mest á óvart. Sem dæmi um þetta get ég sagt að þegar ég kom aftur til Bíldudals nú í júlí var mér tekið eins og hverjum öðrum Bílddælingi sem væri kominn heim úr langri kaupstaðaferð.“ Skrímslaátrúnaður Bílddælinga kemur þó spænska fræðimanninum ekki spánskt fyrir sjónir. „Nei, í raun ekki. Mér sýnist að á Íslandi gegni skrímsli, tröll og aðrir vættir svipuðu hlutverki og dýrlingarnir á Spáni. Öll þessi fyrirbæri eiga það sameiginlegt að þau sameina fólkið á ákveðnum svæðum undir ákveðnum formerkjum. Þannig eru skrímsli vissulega til að sama leyti og dýrlingurinn sem heiðraður er á þorpshátíðinni í mínu þorpi.“ Ekki ætlar Moreno að skilja öll skrímslin eftir fyrir vestan því hann ætlar að kynna þessi fyrirbæri fyrir fræðimönnum á sérstakri ráðstefnu í háskólanum Complutense í Madríd í október. „Þessi ráðstefna fjallar um skapandi borgir, Bíldudalur getur seint kallast borg en það skortir hvorki á sköpunargáfuna né sköpunargleðina. Ég vona bara að áheyrendur taki erindi mínu með opnum huga, það er kannski ekki hlaupið að því að tala um skrímsli á akademískum vettvangi eins og hver annar Gunnar væri. Vonandi fá þeir ekki á tilfinninguna að ég hafi gengið af göflunum hér á norðurhjara.“ jse@frettabladid.is
Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Sjá meira