Skrímsli eru til rétt eins og dýrlingar 17. ágúst 2011 07:15 Ignacio López Moreno er nú langt kominn með myndskreytinguna sem hylur veggi Skrímslasetursins á Bíldudal. mynd/maría Skrímslasetrið á Bíldudal hefur tekið nokkrum stakkaskiptum síðustu daga. Þó að enn dúsi sömu skrímslin innan veggja eru nú önnur komin utan á safnið. Sá sem hefur laðað þessa vætti á veggina er þó enginn heimamaður, og þó. Þarna er að verki spænski myndlistarmaðurinn Ignacio López Moreno, sem jafnframt er prófessor við Háskólann í Murcia. „Þetta er í raun þakkarvottur minn til Bílddælinga, sem hafa tekið mér og konu minni af þvílíkum hlýhug að ég er farinn að kvíða fyrir brottför,“ segir Moreno. „Ég kom hingað í fyrravetur með rannsóknarstyrk upp á vasann og var þá hjálpað á allra handa máta. Þá dvaldi ég líka á Ísafirði og svo í Reykjavík. Síðan fór ég til Spánar og lauk doktorsritgerð minni en Íslandsdvölin setti mark sitt á hana.“ Það væsti ekki um hann hér á norðurhjara um miðjan vetur. „Nei, í raun var veturinn mun veðursælli en ég átti von á en þó er það hlýhugur Íslendinga sem kom mér mest á óvart. Sem dæmi um þetta get ég sagt að þegar ég kom aftur til Bíldudals nú í júlí var mér tekið eins og hverjum öðrum Bílddælingi sem væri kominn heim úr langri kaupstaðaferð.“ Skrímslaátrúnaður Bílddælinga kemur þó spænska fræðimanninum ekki spánskt fyrir sjónir. „Nei, í raun ekki. Mér sýnist að á Íslandi gegni skrímsli, tröll og aðrir vættir svipuðu hlutverki og dýrlingarnir á Spáni. Öll þessi fyrirbæri eiga það sameiginlegt að þau sameina fólkið á ákveðnum svæðum undir ákveðnum formerkjum. Þannig eru skrímsli vissulega til að sama leyti og dýrlingurinn sem heiðraður er á þorpshátíðinni í mínu þorpi.“ Ekki ætlar Moreno að skilja öll skrímslin eftir fyrir vestan því hann ætlar að kynna þessi fyrirbæri fyrir fræðimönnum á sérstakri ráðstefnu í háskólanum Complutense í Madríd í október. „Þessi ráðstefna fjallar um skapandi borgir, Bíldudalur getur seint kallast borg en það skortir hvorki á sköpunargáfuna né sköpunargleðina. Ég vona bara að áheyrendur taki erindi mínu með opnum huga, það er kannski ekki hlaupið að því að tala um skrímsli á akademískum vettvangi eins og hver annar Gunnar væri. Vonandi fá þeir ekki á tilfinninguna að ég hafi gengið af göflunum hér á norðurhjara.“ jse@frettabladid.is Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Skrímslasetrið á Bíldudal hefur tekið nokkrum stakkaskiptum síðustu daga. Þó að enn dúsi sömu skrímslin innan veggja eru nú önnur komin utan á safnið. Sá sem hefur laðað þessa vætti á veggina er þó enginn heimamaður, og þó. Þarna er að verki spænski myndlistarmaðurinn Ignacio López Moreno, sem jafnframt er prófessor við Háskólann í Murcia. „Þetta er í raun þakkarvottur minn til Bílddælinga, sem hafa tekið mér og konu minni af þvílíkum hlýhug að ég er farinn að kvíða fyrir brottför,“ segir Moreno. „Ég kom hingað í fyrravetur með rannsóknarstyrk upp á vasann og var þá hjálpað á allra handa máta. Þá dvaldi ég líka á Ísafirði og svo í Reykjavík. Síðan fór ég til Spánar og lauk doktorsritgerð minni en Íslandsdvölin setti mark sitt á hana.“ Það væsti ekki um hann hér á norðurhjara um miðjan vetur. „Nei, í raun var veturinn mun veðursælli en ég átti von á en þó er það hlýhugur Íslendinga sem kom mér mest á óvart. Sem dæmi um þetta get ég sagt að þegar ég kom aftur til Bíldudals nú í júlí var mér tekið eins og hverjum öðrum Bílddælingi sem væri kominn heim úr langri kaupstaðaferð.“ Skrímslaátrúnaður Bílddælinga kemur þó spænska fræðimanninum ekki spánskt fyrir sjónir. „Nei, í raun ekki. Mér sýnist að á Íslandi gegni skrímsli, tröll og aðrir vættir svipuðu hlutverki og dýrlingarnir á Spáni. Öll þessi fyrirbæri eiga það sameiginlegt að þau sameina fólkið á ákveðnum svæðum undir ákveðnum formerkjum. Þannig eru skrímsli vissulega til að sama leyti og dýrlingurinn sem heiðraður er á þorpshátíðinni í mínu þorpi.“ Ekki ætlar Moreno að skilja öll skrímslin eftir fyrir vestan því hann ætlar að kynna þessi fyrirbæri fyrir fræðimönnum á sérstakri ráðstefnu í háskólanum Complutense í Madríd í október. „Þessi ráðstefna fjallar um skapandi borgir, Bíldudalur getur seint kallast borg en það skortir hvorki á sköpunargáfuna né sköpunargleðina. Ég vona bara að áheyrendur taki erindi mínu með opnum huga, það er kannski ekki hlaupið að því að tala um skrímsli á akademískum vettvangi eins og hver annar Gunnar væri. Vonandi fá þeir ekki á tilfinninguna að ég hafi gengið af göflunum hér á norðurhjara.“ jse@frettabladid.is
Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira