Grétar Rafn: Mæti ekki með hálfum huga Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. ágúst 2011 08:00 Grétar Rafn Steinsson lék síðast með Íslandi gegn Portúgal í október á síðasta ári. Hér gengur hann af velli eftir 3-1 tap Íslands. Mynd/Anton Grétar Rafn Steinsson, fastamaður í enska úrvalsdeildarliðinu Bolton og lykilmaður íslenska landsliðsins undanfarin ár, hefur ekkert spilað með landsliðinu á þessu ári. Enn fremur var tilkynnt á dögunum að hann myndi heldur ekkert spila með liðinu meira á þessu ári vegna persónulegra vandamála. Ísland mætir Ungverjalandi í æfingaleik ytra á morgun en Grétar Rafn spilaði síðast með íslenska landsliðinu gegn Portúgal í undankeppni EM 2012. Sá leikur fór fram í október í fyrra. Grétar Rafn segir í samtali við Fréttablaðið að þetta sé gert með sorg í hjarta en sé því miður nauðsynlegt. „Undanfarið ár hef ég verið í baráttu utan fótboltavallarins og því miður hef ég af þeim sökum ekki getað gefið hundrað prósent af mér til landsliðsins. Ég varð að vera hreinskilinn og viðurkenna það gagnvart sjálfum mér, þjálfaranum og ekki síst liðinu sjálfu,“ segir Grétar Rafn sem kaus að greina ekki frekar frá hvers eðlis sín vandamál væru. „Ég er knattspyrnumaður – lífið er ekki alltaf dans á rósum. Það þarf stundum að sjá til þess að allt utan fótboltavallarins sé í lagi til að ég geti stundað mína vinnu af fullum krafti. Það er mikið álag sem fylgir mínu starfi og í augnablikinu treysti ég mér ekki til að gefa landsliðinu allt mitt. Ég verð að gera það í minni vinnu en ég get ekki mætt í landsleiki með hálfum huga. Frekar sleppi ég því.“ Hann segir að það sé meira sem komi til, til að mynda barátta við hnémeiðsli sem hann hafi verið að glíma við undanfarin tvö ár. „En fyrst og fremst snýst þetta um að ég er að spila í mjög erfiðri deild og ég þarf að vera 100 prósent til að standa mig,“ segir hann. Hann segist vera stoltur af því að fá að klæðast íslenska landsliðsbúningnum. Ákvörðun hans tengist ekki landsliðinu, þó svo að árangur þess hafi látið á sér standa undanfarin ár. „Ég hef ekkert á móti landsliðsþjálfaranum eða neinu slíku. Ég hef áður sagt að ég vilji meiri árangur og að það sé hægt að gera betur. En það er ekki ástæðan fyrir því að ég gef ekki kost á mér nú,“ segir Grétar. Hann ætlar þó að gefa aftur kost á sér í landsliðið eftir áramót. „Það eru spennandi tímar fram undan í landsliðinu og ég vil taka þátt í því. En í augnablikinu þarf ég einfaldlega að einbeta mér að því að klára þau atriði sem ég þarf að klára áður en lengra er haldið. Það er gert með mikilli sorg í hjarta en þegar ég er búinn að því, þá kem ég til baka.“ Íslenski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Sjá meira
Grétar Rafn Steinsson, fastamaður í enska úrvalsdeildarliðinu Bolton og lykilmaður íslenska landsliðsins undanfarin ár, hefur ekkert spilað með landsliðinu á þessu ári. Enn fremur var tilkynnt á dögunum að hann myndi heldur ekkert spila með liðinu meira á þessu ári vegna persónulegra vandamála. Ísland mætir Ungverjalandi í æfingaleik ytra á morgun en Grétar Rafn spilaði síðast með íslenska landsliðinu gegn Portúgal í undankeppni EM 2012. Sá leikur fór fram í október í fyrra. Grétar Rafn segir í samtali við Fréttablaðið að þetta sé gert með sorg í hjarta en sé því miður nauðsynlegt. „Undanfarið ár hef ég verið í baráttu utan fótboltavallarins og því miður hef ég af þeim sökum ekki getað gefið hundrað prósent af mér til landsliðsins. Ég varð að vera hreinskilinn og viðurkenna það gagnvart sjálfum mér, þjálfaranum og ekki síst liðinu sjálfu,“ segir Grétar Rafn sem kaus að greina ekki frekar frá hvers eðlis sín vandamál væru. „Ég er knattspyrnumaður – lífið er ekki alltaf dans á rósum. Það þarf stundum að sjá til þess að allt utan fótboltavallarins sé í lagi til að ég geti stundað mína vinnu af fullum krafti. Það er mikið álag sem fylgir mínu starfi og í augnablikinu treysti ég mér ekki til að gefa landsliðinu allt mitt. Ég verð að gera það í minni vinnu en ég get ekki mætt í landsleiki með hálfum huga. Frekar sleppi ég því.“ Hann segir að það sé meira sem komi til, til að mynda barátta við hnémeiðsli sem hann hafi verið að glíma við undanfarin tvö ár. „En fyrst og fremst snýst þetta um að ég er að spila í mjög erfiðri deild og ég þarf að vera 100 prósent til að standa mig,“ segir hann. Hann segist vera stoltur af því að fá að klæðast íslenska landsliðsbúningnum. Ákvörðun hans tengist ekki landsliðinu, þó svo að árangur þess hafi látið á sér standa undanfarin ár. „Ég hef ekkert á móti landsliðsþjálfaranum eða neinu slíku. Ég hef áður sagt að ég vilji meiri árangur og að það sé hægt að gera betur. En það er ekki ástæðan fyrir því að ég gef ekki kost á mér nú,“ segir Grétar. Hann ætlar þó að gefa aftur kost á sér í landsliðið eftir áramót. „Það eru spennandi tímar fram undan í landsliðinu og ég vil taka þátt í því. En í augnablikinu þarf ég einfaldlega að einbeta mér að því að klára þau atriði sem ég þarf að klára áður en lengra er haldið. Það er gert með mikilli sorg í hjarta en þegar ég er búinn að því, þá kem ég til baka.“
Íslenski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki