Eldhúsinu breytt í sjónvarpstúdíó fyrir Al Jazeera 15. júlí 2011 13:15 úr stúdíóinu í eldhúsinu Guðný beið pollróleg í stofunni á Suður-Knarrartungu á meðan Siv Friðleifsdóttir útskýrði frumvarp sitt varðandi takmörkun á sölu tóbaks fyrir milljónum áhorfenda á Al Jazeera. „Hér í sveitinni hjálpast allir að. Hvort sem um er að ræða sauðburð eða sjónvarpsútsendingar,“ segir Guðný Heiðbjört Jakobsdóttir, bóndi í Suður-Knarrartungu í Snæfellsbæ. Hún lenti í þeirri merkilegu lífreynslu á dögunum að eldhúsinu hennar var breytt í sjónvarpsstúdíó fyrir alþjóðlegu fréttastofuna Al Jazeera. Ástæðan var viðtal fréttastofunnar við þingkonuna Siv Friðleifsdóttur en hún er stödd í sveitinni í fríi. „Systir Sivjar á heima hérna á næsta bæ og hafði samband við okkur því hún vissi að við værum nýkomin með samskiptaforritið Skype í tölvuna,“ segir Guðný. Al Jazeera fréttastofan hafði haft samband við Siv og vildi fá hana í viðtal vegna frumvarps hennar um að takmarka sölu tóbaks við apótek. Frumvarpið hefur vakið mikla athygli úti í heimi og fengið umfjöllun á hinum ýmsu fréttasíðum. „Við vorum meira en til í að aðstoða Siv og vorum ekki lengi að koma tölvunni fyrir í góðri birtu þar sem besta sambandið er á bænum, í eldhúsinu. Svo sat ég bara inn í stofu og hafði hljótt um mig á meðan Siv var í viðtalinu og bóndinn var úti að slá. Allt saman mjög heimilislegt,“ segir Guðný glöð í bragði. Fréttastofan Al Jazeera er meðal þeirra stærstu í heiminum og með áhorfendahóp í kringum 50 milljónir um allan heim. En hvað finnst Guðnýju um að milljónir áhorfenda hafi séð eldhúsið hennar í beinni útsendingu? „Það er óneitanlega spes tilfinning þegar þetta er sett svona upp og ágætt fyrir ferilskrána. Það er líka sérstakt að hafa Al Jazeera á tengiliðalistanum á Skype núna. Hver veit hvenær við þurfum að hafa samband við fréttastofuna aftur,“ segir Guðný, sem þessa dagana er í miðjum heyskap. alfrun@frettabladid.is Lífið Mest lesið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Fleiri fréttir Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Sjá meira
„Hér í sveitinni hjálpast allir að. Hvort sem um er að ræða sauðburð eða sjónvarpsútsendingar,“ segir Guðný Heiðbjört Jakobsdóttir, bóndi í Suður-Knarrartungu í Snæfellsbæ. Hún lenti í þeirri merkilegu lífreynslu á dögunum að eldhúsinu hennar var breytt í sjónvarpsstúdíó fyrir alþjóðlegu fréttastofuna Al Jazeera. Ástæðan var viðtal fréttastofunnar við þingkonuna Siv Friðleifsdóttur en hún er stödd í sveitinni í fríi. „Systir Sivjar á heima hérna á næsta bæ og hafði samband við okkur því hún vissi að við værum nýkomin með samskiptaforritið Skype í tölvuna,“ segir Guðný. Al Jazeera fréttastofan hafði haft samband við Siv og vildi fá hana í viðtal vegna frumvarps hennar um að takmarka sölu tóbaks við apótek. Frumvarpið hefur vakið mikla athygli úti í heimi og fengið umfjöllun á hinum ýmsu fréttasíðum. „Við vorum meira en til í að aðstoða Siv og vorum ekki lengi að koma tölvunni fyrir í góðri birtu þar sem besta sambandið er á bænum, í eldhúsinu. Svo sat ég bara inn í stofu og hafði hljótt um mig á meðan Siv var í viðtalinu og bóndinn var úti að slá. Allt saman mjög heimilislegt,“ segir Guðný glöð í bragði. Fréttastofan Al Jazeera er meðal þeirra stærstu í heiminum og með áhorfendahóp í kringum 50 milljónir um allan heim. En hvað finnst Guðnýju um að milljónir áhorfenda hafi séð eldhúsið hennar í beinni útsendingu? „Það er óneitanlega spes tilfinning þegar þetta er sett svona upp og ágætt fyrir ferilskrána. Það er líka sérstakt að hafa Al Jazeera á tengiliðalistanum á Skype núna. Hver veit hvenær við þurfum að hafa samband við fréttastofuna aftur,“ segir Guðný, sem þessa dagana er í miðjum heyskap. alfrun@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Fleiri fréttir Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Sjá meira