Ásaka Isavia um ósannindi vegna auglýsinga gegn hvalveiðum 1. júlí 2011 08:00 Auglýsingar alþjóðlegu dýraverndarsamtakanna IFAW og Samtaka hvalaskoðunarfyrirtækja fengu að hanga í Leifsstöð í þrjár vikur. Mynd/IFAW „Sú fullyrðing að þau hafi ekki vitað af innihaldi auglýsinganna er hrein ósannindi og á ekki við nein rök að styðjast," segir Sigursteinn Másson, talsmaður dýraverndunarsamtakanna International Fund of Animal Welfare (IFAW). „Þegar við gengum frá samningunum á sínum tíma lögðu þau meira að segja til að við keyptum fleiri auglýsingapláss. Þetta er með þvílíkum ólíkindum." Hjördís Guðmundsdóttir, talsmaður Isavia, ítrekar að auglýsingar IFAW í Leifsstöð hefðu aldrei farið upp ef Isavia hefði vitað nákvæmt innihald þeirra. Auglýsingarnar hafa nú verið teknar niður. Aðspurð hvers vegna fyrirtækið hefði ekki sent IFAW formlega útskýringu á aðgerðum sínum, segist hún ekki vilja ræða það í fjölmiðlum. Hjördís sagði í Fréttablaðinu í gær að ástæða þess að auglýsingar IFAW hefðu farið upp væri að upphaflega hefðu þær verið án nokkurra skilaboða en svo hefðu samtökin breytt þeim án leyfis. Forsvarsmenn Leifsstöðvar hefðu aldrei fengið að sjá þær fullgerðar. Ákveðið hefði verið að taka skiltin niður eftir að IFAW breytti þeim. Sigursteinn segir þessar fullyrðingar rangar og mjög alvarlegt að Isavia beri óheilindi upp á samtökin. „Þau hétu okkur og okkar lögmönnum því að gefa út formlega, skriflega útskýringu, en ekkert slíkt hefur borist," segir hann. „Síðan er í fjölmiðlum vísað í siðareglur sem Isavia vill ekki birta." Að sögn Sigursteins var í mars gengið frá samningum um auglýsingar sem ættu að vera í formi upplýstra kassa sem héngju úr lofti. Þá hefði forsvarsmönnum Isavia strax verið gert ljóst að meginþemað væri „Hittið okkur – Ekki borða okkur," (e. „Meet us – Don't eat us") og með því kæmu teikningar af hvölum. Hinum megin á kassana kæmi setning á ensku: „Hvalir eru drepnir til að fæða ferðamenn. Ekki fara frá Íslandi með óbragð í munni." Í tölvupósti frá IFAW til Isavia, dags 11. mars síðastliðinn, sem Fréttablaðið hefur fengið að sjá, er megininntak auglýsinganna útskýrt. Í svarbréfi, dagsett 15. mars, er IFAW tjáð að Isavia lítist vel á hugmyndina og best væri að koma auglýsingunum upp í landgangi eða á níu fremstu skiltum. „Auðvitað þarf ekki að taka fram að löngu fyrir sumarið voru öll smáatriði komin á borðið," segir Sigursteinn, og bætir við að Isavia hafi ekki gert neinar athugasemdir við skiltin þegar þau voru komin upp. Í byrjun júní hafi fulltrúi Isavia gengið um rýmið með Clare Sterling, upplýsingafulltrúa IFAW, til að ganga úr skugga um að uppsetningin væri í lagi. „Það kom aldrei fram af hálfu Isavia að þessi tiltekna setning um að verið sé að drepa hvali væri vandamál," segir hann. „Þetta er ódýr eftiráskýring sem stenst ekki." sunna@frettabladid.is Tengdar fréttir Þingmaður krefur Isavia um svör vegna hvalaauglýsinga Mörður Árnason alþingismaður, formaður umhverfisnefndar og fulltrúi í samgöngunefnd, sendi forstjóra Isaviu ofh., opinbera fyrirspurn í dag vegna umdeildra auglýsinga sem voru fjarlægðar í Leifsstöð á dögunum. Auglýsingarnar voru á vegum Alþjóða-dýraverndarsamtakanna IFAW á Íslandi, og voru gagnrýndar harðlega af hvalveiðimönnum sem sökuðu samtökin um smekklausar árásir. 30. júní 2011 10:45 Auglýsingar hvalavina í Leifsstöð horfnar Stjórnendur Keflavíkurflugvallar hafa nú fjarlægt auglýsingar dýraverndunarsamtakanna International Fund for Animal Welfare (IFAW). Samtökin gagnrýna stjórnendur vallarins harðlega og saka þá um ritskoðun. 29. júní 2011 09:00 Hvað er áróður? Deilan um auglýsingar alþjóðlegu dýraverndunarsamtakanna IFAW og Samtaka hvalaskoðunarfyrirtækja í Leifsstöð er áhugaverð. Í auglýsingunum voru ferðamenn hvattir til að skoða hvali fremur en að leggja sér þá til munns. Fólk var hvatt til að yfirgefa ekki Ísland með óbragð í munni. 30. júní 2011 07:00 Ekki í fyrsta sinn sem birtingum er neitað Isavia hefur nú endurgreitt dýraverndunarsamtökunum International Fund of Animal Welfare (IFAW) og Samtökum hvalaskoðunarfélaga leigu á auglýsingaplássi í Leifsstöð. Auglýsingarnar voru teknar niður þar sem þær voru taldar stangast á við siðareglur Isavia ohf. um birtingu auglýsinga. Isavia neitaði að senda Fréttablaðinu siðareglurnar í heild. 30. júní 2011 07:00 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Sjá meira
„Sú fullyrðing að þau hafi ekki vitað af innihaldi auglýsinganna er hrein ósannindi og á ekki við nein rök að styðjast," segir Sigursteinn Másson, talsmaður dýraverndunarsamtakanna International Fund of Animal Welfare (IFAW). „Þegar við gengum frá samningunum á sínum tíma lögðu þau meira að segja til að við keyptum fleiri auglýsingapláss. Þetta er með þvílíkum ólíkindum." Hjördís Guðmundsdóttir, talsmaður Isavia, ítrekar að auglýsingar IFAW í Leifsstöð hefðu aldrei farið upp ef Isavia hefði vitað nákvæmt innihald þeirra. Auglýsingarnar hafa nú verið teknar niður. Aðspurð hvers vegna fyrirtækið hefði ekki sent IFAW formlega útskýringu á aðgerðum sínum, segist hún ekki vilja ræða það í fjölmiðlum. Hjördís sagði í Fréttablaðinu í gær að ástæða þess að auglýsingar IFAW hefðu farið upp væri að upphaflega hefðu þær verið án nokkurra skilaboða en svo hefðu samtökin breytt þeim án leyfis. Forsvarsmenn Leifsstöðvar hefðu aldrei fengið að sjá þær fullgerðar. Ákveðið hefði verið að taka skiltin niður eftir að IFAW breytti þeim. Sigursteinn segir þessar fullyrðingar rangar og mjög alvarlegt að Isavia beri óheilindi upp á samtökin. „Þau hétu okkur og okkar lögmönnum því að gefa út formlega, skriflega útskýringu, en ekkert slíkt hefur borist," segir hann. „Síðan er í fjölmiðlum vísað í siðareglur sem Isavia vill ekki birta." Að sögn Sigursteins var í mars gengið frá samningum um auglýsingar sem ættu að vera í formi upplýstra kassa sem héngju úr lofti. Þá hefði forsvarsmönnum Isavia strax verið gert ljóst að meginþemað væri „Hittið okkur – Ekki borða okkur," (e. „Meet us – Don't eat us") og með því kæmu teikningar af hvölum. Hinum megin á kassana kæmi setning á ensku: „Hvalir eru drepnir til að fæða ferðamenn. Ekki fara frá Íslandi með óbragð í munni." Í tölvupósti frá IFAW til Isavia, dags 11. mars síðastliðinn, sem Fréttablaðið hefur fengið að sjá, er megininntak auglýsinganna útskýrt. Í svarbréfi, dagsett 15. mars, er IFAW tjáð að Isavia lítist vel á hugmyndina og best væri að koma auglýsingunum upp í landgangi eða á níu fremstu skiltum. „Auðvitað þarf ekki að taka fram að löngu fyrir sumarið voru öll smáatriði komin á borðið," segir Sigursteinn, og bætir við að Isavia hafi ekki gert neinar athugasemdir við skiltin þegar þau voru komin upp. Í byrjun júní hafi fulltrúi Isavia gengið um rýmið með Clare Sterling, upplýsingafulltrúa IFAW, til að ganga úr skugga um að uppsetningin væri í lagi. „Það kom aldrei fram af hálfu Isavia að þessi tiltekna setning um að verið sé að drepa hvali væri vandamál," segir hann. „Þetta er ódýr eftiráskýring sem stenst ekki." sunna@frettabladid.is
Tengdar fréttir Þingmaður krefur Isavia um svör vegna hvalaauglýsinga Mörður Árnason alþingismaður, formaður umhverfisnefndar og fulltrúi í samgöngunefnd, sendi forstjóra Isaviu ofh., opinbera fyrirspurn í dag vegna umdeildra auglýsinga sem voru fjarlægðar í Leifsstöð á dögunum. Auglýsingarnar voru á vegum Alþjóða-dýraverndarsamtakanna IFAW á Íslandi, og voru gagnrýndar harðlega af hvalveiðimönnum sem sökuðu samtökin um smekklausar árásir. 30. júní 2011 10:45 Auglýsingar hvalavina í Leifsstöð horfnar Stjórnendur Keflavíkurflugvallar hafa nú fjarlægt auglýsingar dýraverndunarsamtakanna International Fund for Animal Welfare (IFAW). Samtökin gagnrýna stjórnendur vallarins harðlega og saka þá um ritskoðun. 29. júní 2011 09:00 Hvað er áróður? Deilan um auglýsingar alþjóðlegu dýraverndunarsamtakanna IFAW og Samtaka hvalaskoðunarfyrirtækja í Leifsstöð er áhugaverð. Í auglýsingunum voru ferðamenn hvattir til að skoða hvali fremur en að leggja sér þá til munns. Fólk var hvatt til að yfirgefa ekki Ísland með óbragð í munni. 30. júní 2011 07:00 Ekki í fyrsta sinn sem birtingum er neitað Isavia hefur nú endurgreitt dýraverndunarsamtökunum International Fund of Animal Welfare (IFAW) og Samtökum hvalaskoðunarfélaga leigu á auglýsingaplássi í Leifsstöð. Auglýsingarnar voru teknar niður þar sem þær voru taldar stangast á við siðareglur Isavia ohf. um birtingu auglýsinga. Isavia neitaði að senda Fréttablaðinu siðareglurnar í heild. 30. júní 2011 07:00 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Sjá meira
Þingmaður krefur Isavia um svör vegna hvalaauglýsinga Mörður Árnason alþingismaður, formaður umhverfisnefndar og fulltrúi í samgöngunefnd, sendi forstjóra Isaviu ofh., opinbera fyrirspurn í dag vegna umdeildra auglýsinga sem voru fjarlægðar í Leifsstöð á dögunum. Auglýsingarnar voru á vegum Alþjóða-dýraverndarsamtakanna IFAW á Íslandi, og voru gagnrýndar harðlega af hvalveiðimönnum sem sökuðu samtökin um smekklausar árásir. 30. júní 2011 10:45
Auglýsingar hvalavina í Leifsstöð horfnar Stjórnendur Keflavíkurflugvallar hafa nú fjarlægt auglýsingar dýraverndunarsamtakanna International Fund for Animal Welfare (IFAW). Samtökin gagnrýna stjórnendur vallarins harðlega og saka þá um ritskoðun. 29. júní 2011 09:00
Hvað er áróður? Deilan um auglýsingar alþjóðlegu dýraverndunarsamtakanna IFAW og Samtaka hvalaskoðunarfyrirtækja í Leifsstöð er áhugaverð. Í auglýsingunum voru ferðamenn hvattir til að skoða hvali fremur en að leggja sér þá til munns. Fólk var hvatt til að yfirgefa ekki Ísland með óbragð í munni. 30. júní 2011 07:00
Ekki í fyrsta sinn sem birtingum er neitað Isavia hefur nú endurgreitt dýraverndunarsamtökunum International Fund of Animal Welfare (IFAW) og Samtökum hvalaskoðunarfélaga leigu á auglýsingaplássi í Leifsstöð. Auglýsingarnar voru teknar niður þar sem þær voru taldar stangast á við siðareglur Isavia ohf. um birtingu auglýsinga. Isavia neitaði að senda Fréttablaðinu siðareglurnar í heild. 30. júní 2011 07:00