Forsendubrestur gæti stytt kjarasamninga 18. júní 2011 08:00 Krefjast efnda Aðilar vinnumarkaðarins eru ósáttir við efndir stjórnvalda á aðgerðum vegna kjarasamninga. Í næstu viku mun ráðast hvort samningum verður sagt upp og ný samningalota muni hefjast í upphafi næsta árs. Fréttablaðið/Valli Aðilar vinnumarkaðarins telja skorta á efndir stjórnvalda í mörgum af þeim lykilatriðum sem þau tiltóku í aðgerðaáætlun sinni vegna nýrra kjarasamninga. Því gætu forsendur samninganna verið brostnar. Alþýðusamband Íslands (ASÍ) og Samtök atvinnulífsins (SA) munu funda með fulltrúum stjórnvalda á mánudag, en eftir hann gætu ASÍ og SA ákveðið að ógilda þriggja ára samninginn. Komi til þess munu umsamdar hækkanir þessa árs gilda fram til loka janúar á næsta ári en eftir það hæfist samningarimma á ný. Meðal annars er deilt á að útlit sé fyrir að hagvöxtur verði minni en ráðgert hafi verið, gengi krónunnar verði haldið niðri næstu misseri og ekki örli enn á þeim umfangsmiklu opinberu framkvæmdum sem hafi verið boðaðar. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir í samtali við Fréttablaðið að yfirlýsingar stjórnvalda um að gengi krónu verði haldið veiku á næstunni séu alls ekki í samræmi við forsendur samninganna. „Það er erfitt fyrir okkur að taka ákvörðun um að láta kjarasamning gilda í þrjú ár án þess að vita nákvæmlega hvaða stefnu stjórnvöld hafa í efnahagsmálum, meðal annars hvað varðar krónuna. Það er forsenda í okkar kjarasamningi að krónan styrkist markvert á þessu ári og verulega á næsta ári, en ef ríkisstjórnin er ekki með slíkt á sinni stefnuskrá skil ég vel að menn staldri við.“ Innan SA er ekki minni óvissa um framhaldið að sögn Helga Magnússonar, formanns Samtaka iðnaðarins og stjórnarmanns í framkvæmdastjórn SA. „Við gengum býsna langt varðandi hækkanir og aukin útgjöld atvinnulífsins í trausti þess að hagvöxtur á samningstímanum yrði ekki á bilinu 0 til 2 prósent eins og nú stefnir í heldur 4 til 5 prósent, sem er forsenda þess að atvinnulífið geti ráðið við hækkun launa án þess að það leiði til verðhækkana og verðbólgu.“ Helgi segir atvinnulífið hafa tekið áhættu og gengið eins langt og hægt hafi verið, í trausti þess að „allir legðust á eitt til að koma hagvexti á skrið“, ekki síst með auknum stórframkvæmdum og því að eyða óvissu í sjávarútvegi. „Ekkert af þessu er að ganga eftir. Ófriður ríkir enn um sjávarútveginn og ekkert er að fara í gang á sviði stórframkvæmda.“ Hann bendir einnig á að verðbólga sé tekin að aukast og Seðlabankinn hafi boðað vaxtahækkanir, en við slíkar aðstæður sé ekki innstæða fyrir launahækkunum og kjarabætur verði engar í verðbólgu. thorgils@frettabladid.is Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Fleiri fréttir Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Sjá meira
Aðilar vinnumarkaðarins telja skorta á efndir stjórnvalda í mörgum af þeim lykilatriðum sem þau tiltóku í aðgerðaáætlun sinni vegna nýrra kjarasamninga. Því gætu forsendur samninganna verið brostnar. Alþýðusamband Íslands (ASÍ) og Samtök atvinnulífsins (SA) munu funda með fulltrúum stjórnvalda á mánudag, en eftir hann gætu ASÍ og SA ákveðið að ógilda þriggja ára samninginn. Komi til þess munu umsamdar hækkanir þessa árs gilda fram til loka janúar á næsta ári en eftir það hæfist samningarimma á ný. Meðal annars er deilt á að útlit sé fyrir að hagvöxtur verði minni en ráðgert hafi verið, gengi krónunnar verði haldið niðri næstu misseri og ekki örli enn á þeim umfangsmiklu opinberu framkvæmdum sem hafi verið boðaðar. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir í samtali við Fréttablaðið að yfirlýsingar stjórnvalda um að gengi krónu verði haldið veiku á næstunni séu alls ekki í samræmi við forsendur samninganna. „Það er erfitt fyrir okkur að taka ákvörðun um að láta kjarasamning gilda í þrjú ár án þess að vita nákvæmlega hvaða stefnu stjórnvöld hafa í efnahagsmálum, meðal annars hvað varðar krónuna. Það er forsenda í okkar kjarasamningi að krónan styrkist markvert á þessu ári og verulega á næsta ári, en ef ríkisstjórnin er ekki með slíkt á sinni stefnuskrá skil ég vel að menn staldri við.“ Innan SA er ekki minni óvissa um framhaldið að sögn Helga Magnússonar, formanns Samtaka iðnaðarins og stjórnarmanns í framkvæmdastjórn SA. „Við gengum býsna langt varðandi hækkanir og aukin útgjöld atvinnulífsins í trausti þess að hagvöxtur á samningstímanum yrði ekki á bilinu 0 til 2 prósent eins og nú stefnir í heldur 4 til 5 prósent, sem er forsenda þess að atvinnulífið geti ráðið við hækkun launa án þess að það leiði til verðhækkana og verðbólgu.“ Helgi segir atvinnulífið hafa tekið áhættu og gengið eins langt og hægt hafi verið, í trausti þess að „allir legðust á eitt til að koma hagvexti á skrið“, ekki síst með auknum stórframkvæmdum og því að eyða óvissu í sjávarútvegi. „Ekkert af þessu er að ganga eftir. Ófriður ríkir enn um sjávarútveginn og ekkert er að fara í gang á sviði stórframkvæmda.“ Hann bendir einnig á að verðbólga sé tekin að aukast og Seðlabankinn hafi boðað vaxtahækkanir, en við slíkar aðstæður sé ekki innstæða fyrir launahækkunum og kjarabætur verði engar í verðbólgu. thorgils@frettabladid.is
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Fleiri fréttir Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Sjá meira