Ljósmyndin ræður ríkjum 16. júní 2011 07:00 Femke van der Welk, fulltrúi World Press Photo segir ljósmyndina aldrei hafa verið jafn útbreidda og nú. Á hinn bóginn sé orðið erfiðara fyrir ljósmyndara að fá styrki fyrir verkefni sem taki lengri tíma; allt þurfi að gerast hratt og strax. Fréttablaðið/Stefán Ljósmyndasýningin World Press Photo verður opnuð í Kringlunni í dag. Þar verða til sýnis verðlaunamyndir í þessari viðamestu fréttaljósmyndakeppni heims. Ljósmyndasýningar World Press Photo (WPP) hafa verið árlegur viðburður á Íslandi síðan 1984, að síðastliðnum tveimur árum undanskildum. WPP stendur að viðamestu fréttaljósmyndasamkeppni heims á hverju ári. Alls sendi 5.691 ljósmyndari frá 125 löndum 108.059 myndir í keppnina í ár. Dómnefnd skipuð atvinnuljósmyndurum velur bestu myndirnar sem sýndar eru á sýningum á borð við þá í Kringlunni víðs vegar um heim. „Það mæðir mikið á dómnefndinni, eins og þú getur rétt ímyndað þér," segir Femke van der Valk, fulltrúi WPP, sem er á Íslandi í tilefni af sýningunni sem opnar í Kringlunni klukkan 17.30 í dag. WPP eru sjálfstæð samtök sem voru stofnuð í Hollandi 1955 með það að markmiði að styðja við og kynna störf fréttaljósmyndara á alþjóðlegum vettvangi. Spurð út í stöðu fréttaljósmyndunar segir van der Valk ýmsa kosti og galla. „Myndin hefur aldrei verið jafn útbreidd og nú til dags; ljósmyndir og myndbönd eru ráðandi miðlar á 21. öldinni. Að því leyti er staða fréttaljósmyndunar sterk. Á hinn bóginn lifum við á tíma hraða og tímaskorts. Það er erfiðara að fá styrki til verkefna sem taka langan tíma á sviði fréttaljósmyndunar en fyrir nokkrum árum. Að sama skappi eru ótrúlega margir skapandi ljósmyndarar að störfum í dag, eins og sýningin ber vitni um." Jón Gnarr borgarstjóri opnar sýninguna í Kringlunni formlega klukkan 17.30 í dag. Canon og TNT kosta World Press Photo um allan heim. Að sýningunni hér á landi standa Kringlan, Fréttablaðið, Nýherji og auglýsingastofan Jónsson & Le'macks. Í tengslum við WPPefna Nýherji, Kringlan og Blaðaljósmyndarafélag Íslands til ljósmyndasamkeppni fyrir íslenska blaðaljósmyndara. Nánari upplýsingar á www.pressphoto.is. bergsteinn@frettabladid.is Menning Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Fleiri fréttir Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Sjá meira
Ljósmyndasýningin World Press Photo verður opnuð í Kringlunni í dag. Þar verða til sýnis verðlaunamyndir í þessari viðamestu fréttaljósmyndakeppni heims. Ljósmyndasýningar World Press Photo (WPP) hafa verið árlegur viðburður á Íslandi síðan 1984, að síðastliðnum tveimur árum undanskildum. WPP stendur að viðamestu fréttaljósmyndasamkeppni heims á hverju ári. Alls sendi 5.691 ljósmyndari frá 125 löndum 108.059 myndir í keppnina í ár. Dómnefnd skipuð atvinnuljósmyndurum velur bestu myndirnar sem sýndar eru á sýningum á borð við þá í Kringlunni víðs vegar um heim. „Það mæðir mikið á dómnefndinni, eins og þú getur rétt ímyndað þér," segir Femke van der Valk, fulltrúi WPP, sem er á Íslandi í tilefni af sýningunni sem opnar í Kringlunni klukkan 17.30 í dag. WPP eru sjálfstæð samtök sem voru stofnuð í Hollandi 1955 með það að markmiði að styðja við og kynna störf fréttaljósmyndara á alþjóðlegum vettvangi. Spurð út í stöðu fréttaljósmyndunar segir van der Valk ýmsa kosti og galla. „Myndin hefur aldrei verið jafn útbreidd og nú til dags; ljósmyndir og myndbönd eru ráðandi miðlar á 21. öldinni. Að því leyti er staða fréttaljósmyndunar sterk. Á hinn bóginn lifum við á tíma hraða og tímaskorts. Það er erfiðara að fá styrki til verkefna sem taka langan tíma á sviði fréttaljósmyndunar en fyrir nokkrum árum. Að sama skappi eru ótrúlega margir skapandi ljósmyndarar að störfum í dag, eins og sýningin ber vitni um." Jón Gnarr borgarstjóri opnar sýninguna í Kringlunni formlega klukkan 17.30 í dag. Canon og TNT kosta World Press Photo um allan heim. Að sýningunni hér á landi standa Kringlan, Fréttablaðið, Nýherji og auglýsingastofan Jónsson & Le'macks. Í tengslum við WPPefna Nýherji, Kringlan og Blaðaljósmyndarafélag Íslands til ljósmyndasamkeppni fyrir íslenska blaðaljósmyndara. Nánari upplýsingar á www.pressphoto.is. bergsteinn@frettabladid.is
Menning Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Fleiri fréttir Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Sjá meira