Fréttaskýring: Íslendingum ber að borga 11. júní 2011 09:30 Greiði Íslendingar ekki lágmarksinnstæður á Icesave-reikninga, að upphæð tuttugu þúsund evrur á hvern reikning, innan þriggja mánaða, endar málið líklega fyrir dómstólum. Alþingi samþykkti samninginn, sem síðar var felldur í þjóðaratkvæðagreiðslu. Mynd/GVA Hvað kemur fram í nýju áliti ESA um Icesave og hvaða afleiðingar hefur það? Íslendingum ber að greiða lágmarksinnstæðutryggingu vegna Icesave-reikninganna, samkvæmt áliti ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA. Þar er vísað til mismununar á innlendum og erlendum innstæðueigendum. Lárus Blöndal lögmaður, sem sat í Icesave-nefndinni fyrir hönd stjórnarandstöðunnar, segir þessa niðurstöðu ekki koma á óvart. Það að niðurstaðan byggi á mismunun en ekki ríkisábyrgð á lágmarksinnistæðum sé þó verri kostur af tveimur slæmum. Dæmi EFTA-dómstóllinn út frá sömu forsendum gæti það þýtt að Íslendingar yrðu að greiða innistæðurnar að fullu.lárus blöndalEftirlitsstofnunin kemst að þeirri niðurstöðu að lágmarkstryggingin skuli greidd, en hún nemur ríflega tuttugu þúsund evrum. „Stofnunin kemst að þeirri niðurstöðu að það hafi verið ólögmæt mismunun að innstæðueigendur í íslenskum útibúum hafi haft aðgang að sínu fé, en ekki þeir í erlendu útibúunum. Álitið byggir á því að rök Íslendinga í málinu standist ekki og þá er það jafn ólögmæt mismunun að hinir hafi ekki aðgang að því sem er umfram lágmarkið," segir Lárus. „En við eigum auðvitað okkar varnir fyrir EFTA-dómstólnum." Lárus og fleiri vöruðu við þessari niðurstöðu á sínum tíma. Hætt er við að Íslendingum muni reynast erfitt að uppfylla skilyrði álitsins, en samkvæmt því ber þeim að greiða upphæðina á næstu þremur mánuðum. Um rúmlega 700 milljarða króna er að ræða. Eftirlitsstofnunin kemst að þeirri niðurstöðu að lágmarkstryggingin skuli greidd, en hún nemur ríflega tuttugu þúsund evrum. „Stofnunin kemst að þeirri niðurstöðu að það hafi verið ólögmæt mismunun að innstæðueigendur í íslenskum útibúum hafi haft aðgang að sínu fé, en ekki þeir í erlendu útibúunum. Álitið byggir á því að rök Íslendinga í málinu standist ekki og þá er það jafn ólögmæt mismunun að hinir hafi ekki aðgang að því sem er umfram lágmarkið," segir Lárus. „En við eigum auðvitað okkar varnir fyrir EFTA-dómstólnum." Lárus og fleiri vöruðu við þessari niðurstöðu á sínum tíma. Hætt er við að Íslendingum muni reynast erfitt að uppfylla skilyrði álitsins, en samkvæmt því ber þeim að greiða upphæðina á næstu þremur mánuðum. Um rúmlega 700 milljarða króna er að ræða.Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, neitaði að staðfesta lögin um Icesave og þjóðin felldi þau síðan í þjóðaratkvæðagreiðslu. Mynd/DaníelBjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að gera hafi mátt ráð fyrir þessari niðurstöðu. „Ég hef lagt áherslu á að íslensk stjórnvöld byggju sig undir þetta og ég geri ráð fyrir því að menn hafi þegar hafið undirbúning að málsvörn fyrir EFTA-dómstólnum, ef málið fer þangað. Ég bind vonir við að þrotabúið geti staðið undir öllum þessum kröfum, en það getur tíminn einn leitt í ljós." Frosti Sigurjónsson, sem var í forsvari fyrir Kjosum.is, og barðist gegn Icesave-samningunum, segir hins vegar að þessi niðurstaða hafi komið honum á óvart. „Þetta kemur á óvart miðað við þau rök sem við vorum búin að færa í málinu. Þetta er hins vegar ekki endapunktur og ég held að það sé afskaplega fráleitt að þetta fari svona fyrir dómstólum. Nú verðum við bara að takast á fyrir rétti. Ég hefði hins vegar haldið að þeir hefðu látið sannfærast af svarbréfinu, sem var ágætt," segir Frosti og vísar þar til svarbréfs íslenskra stjórnvalda til stofnunarinnar. Eftirlitsstofnun EFTA hefur það hlutverk að tryggja að Ísland, Noregur og Liechtenstein uppfylli skyldur sínar samkvæmt EES-samningnum. Tilskipun um innstæðutryggingar er hluti af þeim samningi og samkvæmt áliti stofnunarinnar bar Íslandi að tryggja hverjum sparifjáreiganda 20.000 evrur í kjölfar falls Landsbankans, og útibúa hans í Bretlandi og Hollandi, í október 2008. Það er því álit stofnunarinnar að Ísland hafi brotið gegn tilskipuninni með því að tryggja ekki greiðslu lágmarkstryggingarinnar. Í maí 2010 var stjórnvöldum sent áminningarbréf þar sem Eftirlitsstofnunin gerði grein fyrir afstöðu sinni. Ísland svaraði bréflega í maí 2011 en stofnunin hefur nú hafnað þeim rökum sem þar komu fram. Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, sagðist í samtali við Vísi ekki óttast dómstólaleiðina. Íslendingar hefðu sterk rök í málinu og mikil samstaða hefði verið um málsvörnina. „Icesave-málið varð til vegna útrásar Landsbankans í Bretlandi og Hollandi. Við höfum sem þjóð og stjórnvöld reynt að takast á við málið og leysa það. Eins og staðan er í dag eru ekki aðrir kostir í stöðunni en að sækja það með skýrum hætti gagnvart eftirlitsstofnuninni en ef hún kýs að fara með það fyrir dóm tökum við til varnar þar. Við höfum sterk og skýr rök og svo verðum við að lifa með niðurstöðu dóms," sagði Árni Páll í samtali við Vísi. kolbeinn@frettabladid.i Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Sjá meira
Hvað kemur fram í nýju áliti ESA um Icesave og hvaða afleiðingar hefur það? Íslendingum ber að greiða lágmarksinnstæðutryggingu vegna Icesave-reikninganna, samkvæmt áliti ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA. Þar er vísað til mismununar á innlendum og erlendum innstæðueigendum. Lárus Blöndal lögmaður, sem sat í Icesave-nefndinni fyrir hönd stjórnarandstöðunnar, segir þessa niðurstöðu ekki koma á óvart. Það að niðurstaðan byggi á mismunun en ekki ríkisábyrgð á lágmarksinnistæðum sé þó verri kostur af tveimur slæmum. Dæmi EFTA-dómstóllinn út frá sömu forsendum gæti það þýtt að Íslendingar yrðu að greiða innistæðurnar að fullu.lárus blöndalEftirlitsstofnunin kemst að þeirri niðurstöðu að lágmarkstryggingin skuli greidd, en hún nemur ríflega tuttugu þúsund evrum. „Stofnunin kemst að þeirri niðurstöðu að það hafi verið ólögmæt mismunun að innstæðueigendur í íslenskum útibúum hafi haft aðgang að sínu fé, en ekki þeir í erlendu útibúunum. Álitið byggir á því að rök Íslendinga í málinu standist ekki og þá er það jafn ólögmæt mismunun að hinir hafi ekki aðgang að því sem er umfram lágmarkið," segir Lárus. „En við eigum auðvitað okkar varnir fyrir EFTA-dómstólnum." Lárus og fleiri vöruðu við þessari niðurstöðu á sínum tíma. Hætt er við að Íslendingum muni reynast erfitt að uppfylla skilyrði álitsins, en samkvæmt því ber þeim að greiða upphæðina á næstu þremur mánuðum. Um rúmlega 700 milljarða króna er að ræða. Eftirlitsstofnunin kemst að þeirri niðurstöðu að lágmarkstryggingin skuli greidd, en hún nemur ríflega tuttugu þúsund evrum. „Stofnunin kemst að þeirri niðurstöðu að það hafi verið ólögmæt mismunun að innstæðueigendur í íslenskum útibúum hafi haft aðgang að sínu fé, en ekki þeir í erlendu útibúunum. Álitið byggir á því að rök Íslendinga í málinu standist ekki og þá er það jafn ólögmæt mismunun að hinir hafi ekki aðgang að því sem er umfram lágmarkið," segir Lárus. „En við eigum auðvitað okkar varnir fyrir EFTA-dómstólnum." Lárus og fleiri vöruðu við þessari niðurstöðu á sínum tíma. Hætt er við að Íslendingum muni reynast erfitt að uppfylla skilyrði álitsins, en samkvæmt því ber þeim að greiða upphæðina á næstu þremur mánuðum. Um rúmlega 700 milljarða króna er að ræða.Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, neitaði að staðfesta lögin um Icesave og þjóðin felldi þau síðan í þjóðaratkvæðagreiðslu. Mynd/DaníelBjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að gera hafi mátt ráð fyrir þessari niðurstöðu. „Ég hef lagt áherslu á að íslensk stjórnvöld byggju sig undir þetta og ég geri ráð fyrir því að menn hafi þegar hafið undirbúning að málsvörn fyrir EFTA-dómstólnum, ef málið fer þangað. Ég bind vonir við að þrotabúið geti staðið undir öllum þessum kröfum, en það getur tíminn einn leitt í ljós." Frosti Sigurjónsson, sem var í forsvari fyrir Kjosum.is, og barðist gegn Icesave-samningunum, segir hins vegar að þessi niðurstaða hafi komið honum á óvart. „Þetta kemur á óvart miðað við þau rök sem við vorum búin að færa í málinu. Þetta er hins vegar ekki endapunktur og ég held að það sé afskaplega fráleitt að þetta fari svona fyrir dómstólum. Nú verðum við bara að takast á fyrir rétti. Ég hefði hins vegar haldið að þeir hefðu látið sannfærast af svarbréfinu, sem var ágætt," segir Frosti og vísar þar til svarbréfs íslenskra stjórnvalda til stofnunarinnar. Eftirlitsstofnun EFTA hefur það hlutverk að tryggja að Ísland, Noregur og Liechtenstein uppfylli skyldur sínar samkvæmt EES-samningnum. Tilskipun um innstæðutryggingar er hluti af þeim samningi og samkvæmt áliti stofnunarinnar bar Íslandi að tryggja hverjum sparifjáreiganda 20.000 evrur í kjölfar falls Landsbankans, og útibúa hans í Bretlandi og Hollandi, í október 2008. Það er því álit stofnunarinnar að Ísland hafi brotið gegn tilskipuninni með því að tryggja ekki greiðslu lágmarkstryggingarinnar. Í maí 2010 var stjórnvöldum sent áminningarbréf þar sem Eftirlitsstofnunin gerði grein fyrir afstöðu sinni. Ísland svaraði bréflega í maí 2011 en stofnunin hefur nú hafnað þeim rökum sem þar komu fram. Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, sagðist í samtali við Vísi ekki óttast dómstólaleiðina. Íslendingar hefðu sterk rök í málinu og mikil samstaða hefði verið um málsvörnina. „Icesave-málið varð til vegna útrásar Landsbankans í Bretlandi og Hollandi. Við höfum sem þjóð og stjórnvöld reynt að takast á við málið og leysa það. Eins og staðan er í dag eru ekki aðrir kostir í stöðunni en að sækja það með skýrum hætti gagnvart eftirlitsstofnuninni en ef hún kýs að fara með það fyrir dóm tökum við til varnar þar. Við höfum sterk og skýr rök og svo verðum við að lifa með niðurstöðu dóms," sagði Árni Páll í samtali við Vísi. kolbeinn@frettabladid.i
Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Sjá meira