Erlent

Netárás mætt með hernaði

Öflug netárás gæti slegið út rafmagni, fjarskiptum og öðrum innviðum samfélagsins. Nordicphotos/AFP
Öflug netárás gæti slegið út rafmagni, fjarskiptum og öðrum innviðum samfélagsins. Nordicphotos/AFP
Í drögum að nýrri öryggisstefnu Bandaríkjanna vegna netárása kemur fram að í ákveðnum tilvikum verði hægt að líta á slíka árás á mikilvæga innviði landsins sem beina árás gegn Bandaríkjunum, sem hægt verði að svara með árás Bandaríkjahers.

Bandaríkin munu einnig geta brugðist við netárás með gagnsókn í netheimum, eða með því að beita ríki sem talið er bera ábyrgð á slíkri árás efnahagsþvingunum, að því er fram kemur í frétt BBC. Ný öryggisstefna vegna netárása verður tilbúin innan nokkurra vikna.- bj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×