Lífið

Álfasýning á Akureyri

Álfar og huldufólk, sumarsýning Minjasafns Akureyrar, verður opnuð í dag.

Sýningin samanstendur af útskurðarverkum listakonunnar Ingibjargar H. Ágústsdóttur sem tengjast gripum og sögum af huldufólki og samskiptum þeirra við menn, gripa úr hulduheimum sem varðveittir hafa verið í Þjóðminjasafni Íslands ásamt gripum í einkaeign. Við þetta bætist fróðleikur um þjóðtrúna sem tengd er álfum og huldufólki og gefur gestum safnsins góða innsýn inn í hulduheima.

 

Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri opnar sýninguna klukkan 17.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.