Lífið

Vilja breyta nafninu

Cougar Town verður endurnefndur þegar hann snýr aftur í þriðja sinn. Courteney Cox leikur þó áfram aðalhlutverkið.
Cougar Town verður endurnefndur þegar hann snýr aftur í þriðja sinn. Courteney Cox leikur þó áfram aðalhlutverkið.
Framleiðendur sjónvarpsþáttarins Cougar Town, sem hefur verið sýndur á Stöð 2, hafa í hyggju að breyta nafni þáttarins, finnst það vera útvatnaður brandari. Þeir hafa biðlað til aðdáenda um að koma með tillögur að nýju nafni.

 

Cougar Town er nú á sínu þriðja ári og skartar gömlu Friends-leikkonunni Courteney Cox í aðalhlutverki. Framleiðendunum finnst nafnið ekki vera nógu lýsandi fyrir efni þáttanna, en þeir snúast að mestu leyti um áfengisdrykkju og ástir miðaldra fólks í einu af fjölmörgum úthverfum Bandaríkjanna. „Ég prófaði Sunshine State og Grown Ups en þau nöfn voru of lík nöfnum þátta sem voru fyrir á dagskrá,“ segir Bill Lawrence, einn af framleiðendum þáttarins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.