Fyrsta skrefið til að beita ríkisstyrkjum til ritskoðunar 1. júní 2011 10:00 Baltasar Kormákur, Friðrik Þór Friðriksson og Þórir Snær Sigurjónsson eru óánægðir með þingsályktunartillögu níu þingmanna úr öllum flokkum um tóbaksvarnir. Þeir segja ómögulegt að banna alla reykingar í kvikmyndum og leikritum en menn gætu hins vegar haft það bak við eyrað að gera ekki meira úr reykingum en nauðsyn krefur. Reykingar Badda og hans félaga í Djöflaeyjunni hefðu orðið fyrir barðinu á reykingabanninu og Djöflaeyjan hefði sennilega átt í miklum erfiðleikum með að fjármagna sig. „Það er gáfulegra að spúa reyk en svona bulli. Ég hefði til að mynda ekki gefið mikið fyrir Engla alheimsins ef það hefði ekki mátt reykja í myndinni," segir Friðrik Þór Friðriksson kvikmyndaleikstjóri. Samkvæmt þingsályktunartillögu um aðgerðaáætlun um tóbaksvarnir, sem Siv Friðleifsdóttir lagði fram á Alþingi, segir að óæskilegt sé að leikarar reyki í íslenskum bíómyndum og á leiksviðum. Jafnframt kemur fram að: „leikrit og kvikmyndir sem reykt er í ættu ekki að fá opinbera styrki eða annan stuðning af skattfé. Þetta er ekki gert til að hindra listrænt frelsi eða tjáningu heldur til að sporna við þekktum aðferðum tóbaksframleiðenda við óbeinar auglýsingar á tóbaki." Friðrik rifjar upp að einhvern tímann hafi hann fengið bréf um að hann mætti ekki sýna umferðarlagabrot í myndum sínum.„Það eru alltaf einhverjir gæjar sem vilja hafa vit fyrir okkur. Ég hef sjálfur aldrei reykt en þessi tillaga er bara bull." Þess ber að geta að afar sjaldgæft er að þingsályktunartillaga frá þingmanni stjórnarandstöðuflokks sé samþykkt. Leikstjórinn Baltasar Kormákur er ómyrkur í máli gagnvart tillögunni. „Þetta er hættulegt skref og aðferðin, að leggja það til að hætta að styrkja kvikmyndir og leikrit sem reykt er í, er sérlega ógeðfelld því það væri þá fyrsta skrefið til að beita ríkisstyrkjum til ritskoðunar. Það væri mun gáfulegra að hafa leiðbeinandi óskir um að þetta yrði ekki gert meira en nauðsynlegt væri en maður spyr sig: hvað næst? Á að banna alla áfengisneyslu á hvíta tjaldinu og bíómyndir þar sem er blótað? Kvikmyndir eiga ekki að vera uppeldis- eða áróðurstæki heldur eiga þær að endurspegla samfélagið." Baltasar leikstýrði sem kunnugt er kvikmyndinni Contraband í Bandaríkjunum þar sem umræðan um tóbaksvarnir er hvað háværust og í þeirri mynd sjást nokkrar persónur reykja. „Myndverin óska eftir því að það sé ekki reykt meira en nauðsyn krefur."Þórir Snær Sigurjónsson, framleiðandi hjá ZikZak, segist sjálfur ekki vera hrifinn af reykingum í bíómyndum nema þeim sem notaðar eru í listrænum tilgangi. Til að mynda í Svörtum á leik, sem gerist 1999-2000 þegar reykingamenningin var allt öðruvísi en hún er í dag, sjáist persónurnar reykja. „Við höfum hins vegar notast við herbal-sígarettur í okkar myndum sem eru án tóbaks og nikótíns. Mér finnst persónulega að menn eigi að fara varlega í að banna en það er kannski sjálfsagt að menn hafi þetta bak við eyrað, bann væri eiginlega ekki alveg hægt." freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Fleiri fréttir Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Sjá meira
„Það er gáfulegra að spúa reyk en svona bulli. Ég hefði til að mynda ekki gefið mikið fyrir Engla alheimsins ef það hefði ekki mátt reykja í myndinni," segir Friðrik Þór Friðriksson kvikmyndaleikstjóri. Samkvæmt þingsályktunartillögu um aðgerðaáætlun um tóbaksvarnir, sem Siv Friðleifsdóttir lagði fram á Alþingi, segir að óæskilegt sé að leikarar reyki í íslenskum bíómyndum og á leiksviðum. Jafnframt kemur fram að: „leikrit og kvikmyndir sem reykt er í ættu ekki að fá opinbera styrki eða annan stuðning af skattfé. Þetta er ekki gert til að hindra listrænt frelsi eða tjáningu heldur til að sporna við þekktum aðferðum tóbaksframleiðenda við óbeinar auglýsingar á tóbaki." Friðrik rifjar upp að einhvern tímann hafi hann fengið bréf um að hann mætti ekki sýna umferðarlagabrot í myndum sínum.„Það eru alltaf einhverjir gæjar sem vilja hafa vit fyrir okkur. Ég hef sjálfur aldrei reykt en þessi tillaga er bara bull." Þess ber að geta að afar sjaldgæft er að þingsályktunartillaga frá þingmanni stjórnarandstöðuflokks sé samþykkt. Leikstjórinn Baltasar Kormákur er ómyrkur í máli gagnvart tillögunni. „Þetta er hættulegt skref og aðferðin, að leggja það til að hætta að styrkja kvikmyndir og leikrit sem reykt er í, er sérlega ógeðfelld því það væri þá fyrsta skrefið til að beita ríkisstyrkjum til ritskoðunar. Það væri mun gáfulegra að hafa leiðbeinandi óskir um að þetta yrði ekki gert meira en nauðsynlegt væri en maður spyr sig: hvað næst? Á að banna alla áfengisneyslu á hvíta tjaldinu og bíómyndir þar sem er blótað? Kvikmyndir eiga ekki að vera uppeldis- eða áróðurstæki heldur eiga þær að endurspegla samfélagið." Baltasar leikstýrði sem kunnugt er kvikmyndinni Contraband í Bandaríkjunum þar sem umræðan um tóbaksvarnir er hvað háværust og í þeirri mynd sjást nokkrar persónur reykja. „Myndverin óska eftir því að það sé ekki reykt meira en nauðsyn krefur."Þórir Snær Sigurjónsson, framleiðandi hjá ZikZak, segist sjálfur ekki vera hrifinn af reykingum í bíómyndum nema þeim sem notaðar eru í listrænum tilgangi. Til að mynda í Svörtum á leik, sem gerist 1999-2000 þegar reykingamenningin var allt öðruvísi en hún er í dag, sjáist persónurnar reykja. „Við höfum hins vegar notast við herbal-sígarettur í okkar myndum sem eru án tóbaks og nikótíns. Mér finnst persónulega að menn eigi að fara varlega í að banna en það er kannski sjálfsagt að menn hafi þetta bak við eyrað, bann væri eiginlega ekki alveg hægt." freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Fleiri fréttir Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Sjá meira