Erlent

Mannréttindi áfram brotin

Mikill mannfjöldi safnaðist saman á Tahrir-torgi um síðustu helgi.
Nordicphotos/AFP
Mikill mannfjöldi safnaðist saman á Tahrir-torgi um síðustu helgi. Nordicphotos/AFP
Herforingjastjórnin, sem til bráðabirgða tók við stjórn Egyptalands eftir að Mubarak forseti hraktist frá völdum, er sökuð um alvarleg mannréttindabrot gegn mótmælendum.

 

Meðal annars eru hermenn sakaðir um alvarleg kynferðisbrot gegn kvenkyns mótmælendum, sem þeir handtóku og hótuðu að ákæra fyrir vændi. Mannréttindasamtök segja að hermennirnir hafi með grófum hætti skoðað kynfæri kvennanna, undir því yfirskyni að þeir væru að ganga úr skugga um hvort þær væru hreinar meyjar. Þær sættu einnig barsmíðum og öðrum pyntingum.

 

Mótmælendur hafa hvatt herforingjastjórnina til að láta rannsaka þessar ásakanir. Þess í stað voru fjórir blaðamenn og einn þekktur mótmælandi kallaðir til yfirheyrslu. Tveir blaðamannanna eru enn í haldi og verða yfirheyrðir á föstudag.

 

Leiðtogar ungra mótmælenda höfnuðu í gær boði herforingjastjórnarinnar um viðræður. Þess í stað ætla þeir í dag að nota netið til að koma mótmælum sínum og ásökunum á framfæri. - gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×