Erlent

Virðist stefna í nýja pattstöðu

Pedro Passos Coelho vonast til að taka við efnahagsvandanum af Socrates. Nordicphotos/AFP
Pedro Passos Coelho vonast til að taka við efnahagsvandanum af Socrates. Nordicphotos/AFP
Hvorki sósíalistar né sósíaldemókratar fá meirihluta í þingkosningunum í Portúgal um helgina samkvæmt skoðanakönnunum. Sósíalistum, með José Socrates forsætisráðherra í fararbroddi, er spáð 35 prósentum og stjórnarandstæðingunum í Sósíaldemókrataflokknum, með Pedro Passos Coelho í fararbroddi, álíka miklu. Þrír minni flokkar njóta langtum minni stuðnings.

 

Pattstaðan gæti orðið til þess að illa gangi að ná samstöðu um efnahagsmálin, sem enn myndi auka á vanda bæði Portúgals og annarra evruríkja.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×