Lífið

Kynþokkinn hverfur

Angelina Jolie ætlar ekki að sýna Kleópötru sem eitthvað kyntákn í nýrri mynd.
Angelina Jolie ætlar ekki að sýna Kleópötru sem eitthvað kyntákn í nýrri mynd. MYNDIR/Cover Media
Angelina Jolie, sem skoða má í meðfylgjandi myndasafni, tekur hlutverk sitt sem Kleópatra mjög alvarlega og hún hyggst ekki gæða leiðtoga Egyptalands neinum kynþokka, síður en svo. Allt slíkt verður á bak og burt ef marka má orð leikkonunnar í viðtali við tímaritið Stellu.

"Hún er mjög miskilin því ég hélt fyrst að allt hefði snúist um glys og glamúr. En síðan las ég mér til um hana og sá að hún var mjög strangur uppalandi, talaði fimm tungumál og var mikill leiðtogi.  Mín frammistaða verður aldrei á elskulegu nótunum eins og hjá Elizabeth Taylor því okkur langar til að gefa fólki aðra mynd af henni, hún var ekki þetta mikla kyntákn eins og margir halda."

Leikstjóri myndarinnar verður væntanlega David Fincher.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.