Lífið

Bjargað af Black Eyed

Vináttan skiptir Will.I.Am miklu máli. Hún bjargaði honum frá glötun.
Vináttan skiptir Will.I.Am miklu máli. Hún bjargaði honum frá glötun.
Will.I.Am segir að tónlistin hafi bjargað sér frá því að hann yrði ekki smáglæpamaður og að hljómsveitin Black Eyed Peas hafi haldið honum frá fangelsisvist. Þá þakkar hann vini sínum og samstarfsfélaga Apl.de.ap fyrir að hann njóti þeirrar velgengni sem hann nýtur vissulega í dag.

 

„Það var vináttan sem bjargaði mér og sú staðreynd að við elskuðum báðir tónlist hefur haldið vináttunni sterkri,“ segir rapparinn. Hann bætir því við sterk tengsl sín við móður sína og heimaslóðir haldi honum á jörðinni. „Þegar ég er heima þá er ég bara Willy.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.