Lífið

Eiður Smári fær misjafna dóma

Eiður Smári virðist hafa átt ágætis kvöld á Sky þótt að sumum hafi fundist hann stirðbusalegur. Hann tali þó lýtalausa ensku.
Eiður Smári virðist hafa átt ágætis kvöld á Sky þótt að sumum hafi fundist hann stirðbusalegur. Hann tali þó lýtalausa ensku.
Eiður Smári Guðjohnsen fær misjafna dóma fyrir frammistöðu sína sem álitsgjafi í útsendingu Sky-sjónvarpsstöðvarinnar frá úrslitaleik meistaradeildarinnar í knattspyrnu.

Twitter þykir orðið ansi góður mælikvarði á það hvernig fólk stendur sig á opinberum vettvangi. Og miðað við tístin á laugardagskvöld voru ansi margir límdir fyrir framan sjónvarpstækin á laugardagskvöld þegar Eiður ásamt Gary Neville og Jamie Redknapp ræddu málin fyrir og eftir úrslitaleik Manchester United og Barcelona.

„Álitsgjafarnir á Sky eru snilld, sérstaklega Gary Neville og Eiður, þeir eru ekki með þetta venjulega kjaftæði,“ tístar Kev McGee. Aðrir eru ekki jafn hrifnir. „Er Eiður að sinna álitsgjafahlutverkinu meira en knattspyrnunni.“ Og Dan McCartney spyr: „Er Eiður vélmenni?“ Slíkar vangaveltur sjást á nokkrum öðrum tístum. „Eiður hefur verið eilítið þybbinn allt tímabilið en honum tekst að vera grannur og flottur fyrir sjónvarpið,“ skrifar einn.

Tístari að nafni Dan Trenkel er ekki sáttur með Eið: „Eidur Gudjohnsen-frábær leikmaður-ömurlegur í sjónvarpi.“ Og Luke Holland tístir. „Var ég sá eini sem bjóst ekki við því að röddin í Eið Gudjohnsen hljómaði svona.“ Og umræðan heldur áfram, einhver segist hafa verið klipptur nákvæmlega eins og Eiður, hann viti hins vegar ekki hvort það sé gott eða slæmt og þá halda að minnsta kosti tveir því fram að Eiður tali bestu enskuna af öllum í ensku úrvalsdeildinni.-fgg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.