Lífið

Fær ekki að giftast

Britney Spears vill giftast kærasta sínum, Jason Trawick, en fær ekki leyfi til þess.nordicphotos/getty
Britney Spears vill giftast kærasta sínum, Jason Trawick, en fær ekki leyfi til þess.nordicphotos/getty
Poppprinsessan Britney Spears þráir ekkert heitar en að giftast kærasta sínum, Jason Trawick, og eignast með honum börn. Hún fær þó ekki ósk sína uppfyllta því föður hennar, Jamie Spears, finnst þessi áform hennar ekki tímabær.

Jamie Spears hefur farið með forræði yfir dóttur sinni allt frá því hún dvaldi tímabundið á geðdeild. „Jamie skilur að Britney elski Jason og vilji eignast með honum börn. Honum finnst hún þó enn of tæp á geði til að takast á við þá ábyrgð,“ var haft eftir innanbúðarmanni, sem bætti því við að Britney hefði tjáð Jason að hana langaði í þrjú börn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.