Lífið

Úr að ofan á tónleikum

Einhvern veginn svona verður Lenny á tónleikunum.
Einhvern veginn svona verður Lenny á tónleikunum.
Rokkarinn Lenny Kravitz gefur út níundu hljóðversplötu sína, Black and White America, í ágúst. Fyrsta smáskífulagið nefnist Stand og kemur út 6. júní.

Til að fylgja plötunni eftir ætlar Kravitz í tónleikaferð um Evrópu síðar á þessu ári. Kravitz hitaði síðast upp fyrir U2 á 360 gráðu tónleikaferð hennar, sem er sú tekjuhæsta sem sögur fara af.

Þrátt fyrir að vera orðinn 47 ára ætlar hann ekki að hika við að fara úr að ofan á tónleikum. „Ég fer stundum úr bolnum uppi á sviði eða þegar ég er á Bahama-eyjum. Ég er ekki vanur að vera í miklum fötum," sagði hann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.