Lífið

Leikrit frá Pollapönki á leiðinni

búnir að semja leikrit Haraldur Freyr og Heiðar Örn hafa samið Pollapönks-leikrit. fréttablaðið/gva
búnir að semja leikrit Haraldur Freyr og Heiðar Örn hafa samið Pollapönks-leikrit. fréttablaðið/gva
„Þetta er epískt stórvirki með kjöt á beinunum um lífið í Pollafirði,“ segir Pollapönkarinn Haraldur Freyr Gíslason.

Hljómsveitin Pollapönk er búin að semja leikrit sem verður líklega sett á fjalirnar á næsta ári. „Við erum búnir að vera í viðræðum við nokkra aðila en það er stefnan að gera þetta. Það á eftir að koma í ljós hvernig útfærslan verður. Við sjáum um músíkina en hvort við leikum sjálfir vitum við ekki alveg,“ segir Haraldur Freyr. Spurður hvort það hafi lengi staðið til að semja leikrit segir hann: „Það blundaði alltaf þarna á bak við að það væri gaman að gera leikrit. Það eru til margar góðar sögur í kringum textana."

Hljómsveitin Pollapönk hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár. Síðasta plata hennar, Meira Pollapönk, hefur selst í um tvö þúsund eintökum og hefur sveitin verið iðin við að spila á hinum ýmsu samkomum. Þriðja platan er á leiðinni fyrir jólin og hafa grunnarnir þegar verið teknir upp. Þar verða lög á borð við Heima með veikt barn, Hananú og Þreytta vélmennið, auk lagsins Ættarmót sem fer í spilun í sumar.

Næst á dagskrá hjá Pollapönki er þó spilamennska í Reykjanesbæ og í Hafnarfirði á þjóðhátíðardaginn 17. júní. - fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.