Heimili Bonds og Batmans 29. maí 2011 08:30 Ridley Scott er áhugasamur um að taka upp tvær kvikmyndir hér á land: Reykjavik og geimverutryllinn Prometheus. Íslenskt landslag hefur áður verið notað sem leikmynd fyrir Hollywood en þó sjaldnast sem Ísland sjálft. Fréttablaðið rifjaði upp helstu Hollywood-smellina sem hafa verið teknir upp hér á landi. Fyrst ber að nefna A View to a kill (1985). Margir Íslendingar ráku upp stór augu þegar bandarískt tökulið tók sér bólfestu við Jökulsárlón og sjálfur James Bond skíðaði niður jökulinn. Atriðið, sem hafði verið beðið með mikilli eftirvæntingu, var fremur stutt en íslenska þjóðarstoltið fékk eitthvað fyrir sinn snúð. Framleiðandi myndarinnar upplýsti reyndar að flestir leikararnir hefðu verið staðgenglar. Meðal þeirra var snjóbrettafrumkvöðullinn Tom Sims, sem renndi sér af miklu öryggi á Íslandi. Die Another Day (2002) Bond á fullri ferð á Jökulsárlóni.Enn og aftur varð Jökulsárlón fyrir valinu og enn og aftur var James Bond mættur til leiks. Að þessu sinni var það Die Another Day með Pierce Brosnan og Halle Berry. Og loksins fékk Ísland sinn sess, vondi karlinn með demantsandlitið var nefnilega með íshöll á Íslandi og Bond reyndi að hafa hendur í hári hans. Magnaður bílaeltingaleikur á lóninu stendur upp úr annars slappri Bond-mynd. Batman Begins (2005) Batman í þjálfun. Christian Bale og Liam Neeson.Svínafellsjökull varð fyrir valinu hjá Christopher Nolan þegar hann hugðist kvikmynda upphaf Leðurblökumannsins og stranga þjálfun hans í Tíbet. Íslenska landslagið varð mun fyrirferðarmeira en menn höfðu búist við og áhorfendur supu hveljur þegar þeir sáu sjálfan Bruce Wayne í æsilegum slag á Íslandi. Flags of Our Fathers (2006) Clint stýrði stórum tökuhópi af öryggi í Sandvík.Stærsta kvikmyndaverkefni Íslandssögunnar. Hátt í þúsund manns fengu vinnu hjá sjálfum Clint Eastwood þegar hann lagði Sandvík undir sig fyrir stríðsmyndina sína. Íslenskt landslag hefur aldrei verið jafn áberandi í nokkurri kvikmynd. Kvikmyndatímaritið Variety greindi síðan frá því að í þessi fimm ár, 2001-2006, höfðu kvikmyndagerðarmenn frá Hollywood eytt fimm milljörðum íslenskra króna hér á landi. Hostel IIBláa lónið naut sín í Hostel II.Ekki er hægt að ljúka þessari upptalningu án þess að minnast á hryllingsmyndaleikstjórann Eli Roth. Hann hefur alltaf talað fallega um Ísland, fékk hugmyndina að Cabin Fever hér á landi og lét eina persónu í Hostel I tala íslensku. Bláa lónið í Grindavík fékk að njóta sín í framhaldinu. Lara Croft: Tomb Raider (2001)Angelina dvaldist á Íslandi í tvær vikur árið 2001.Sennilega í fyrsta og eina skiptið sem karlpeningurinn hefur hrópað húrra yfir heimsókn Hollywood-stjörnu. Angelina Jolie og Daniel Craig komu hingað til lands og dvöldust við Jökulsárlón í tvær vikur. „Þetta er einn minnisstæðasti tími lífs míns," rifjaði Craig upp seinna meir í viðtali við Fréttablaðið. Mest lesið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Fleiri fréttir Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Sjá meira
Ridley Scott er áhugasamur um að taka upp tvær kvikmyndir hér á land: Reykjavik og geimverutryllinn Prometheus. Íslenskt landslag hefur áður verið notað sem leikmynd fyrir Hollywood en þó sjaldnast sem Ísland sjálft. Fréttablaðið rifjaði upp helstu Hollywood-smellina sem hafa verið teknir upp hér á landi. Fyrst ber að nefna A View to a kill (1985). Margir Íslendingar ráku upp stór augu þegar bandarískt tökulið tók sér bólfestu við Jökulsárlón og sjálfur James Bond skíðaði niður jökulinn. Atriðið, sem hafði verið beðið með mikilli eftirvæntingu, var fremur stutt en íslenska þjóðarstoltið fékk eitthvað fyrir sinn snúð. Framleiðandi myndarinnar upplýsti reyndar að flestir leikararnir hefðu verið staðgenglar. Meðal þeirra var snjóbrettafrumkvöðullinn Tom Sims, sem renndi sér af miklu öryggi á Íslandi. Die Another Day (2002) Bond á fullri ferð á Jökulsárlóni.Enn og aftur varð Jökulsárlón fyrir valinu og enn og aftur var James Bond mættur til leiks. Að þessu sinni var það Die Another Day með Pierce Brosnan og Halle Berry. Og loksins fékk Ísland sinn sess, vondi karlinn með demantsandlitið var nefnilega með íshöll á Íslandi og Bond reyndi að hafa hendur í hári hans. Magnaður bílaeltingaleikur á lóninu stendur upp úr annars slappri Bond-mynd. Batman Begins (2005) Batman í þjálfun. Christian Bale og Liam Neeson.Svínafellsjökull varð fyrir valinu hjá Christopher Nolan þegar hann hugðist kvikmynda upphaf Leðurblökumannsins og stranga þjálfun hans í Tíbet. Íslenska landslagið varð mun fyrirferðarmeira en menn höfðu búist við og áhorfendur supu hveljur þegar þeir sáu sjálfan Bruce Wayne í æsilegum slag á Íslandi. Flags of Our Fathers (2006) Clint stýrði stórum tökuhópi af öryggi í Sandvík.Stærsta kvikmyndaverkefni Íslandssögunnar. Hátt í þúsund manns fengu vinnu hjá sjálfum Clint Eastwood þegar hann lagði Sandvík undir sig fyrir stríðsmyndina sína. Íslenskt landslag hefur aldrei verið jafn áberandi í nokkurri kvikmynd. Kvikmyndatímaritið Variety greindi síðan frá því að í þessi fimm ár, 2001-2006, höfðu kvikmyndagerðarmenn frá Hollywood eytt fimm milljörðum íslenskra króna hér á landi. Hostel IIBláa lónið naut sín í Hostel II.Ekki er hægt að ljúka þessari upptalningu án þess að minnast á hryllingsmyndaleikstjórann Eli Roth. Hann hefur alltaf talað fallega um Ísland, fékk hugmyndina að Cabin Fever hér á landi og lét eina persónu í Hostel I tala íslensku. Bláa lónið í Grindavík fékk að njóta sín í framhaldinu. Lara Croft: Tomb Raider (2001)Angelina dvaldist á Íslandi í tvær vikur árið 2001.Sennilega í fyrsta og eina skiptið sem karlpeningurinn hefur hrópað húrra yfir heimsókn Hollywood-stjörnu. Angelina Jolie og Daniel Craig komu hingað til lands og dvöldust við Jökulsárlón í tvær vikur. „Þetta er einn minnisstæðasti tími lífs míns," rifjaði Craig upp seinna meir í viðtali við Fréttablaðið.
Mest lesið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Fleiri fréttir Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Sjá meira