Lífið

Adele sú valdamesta í tónlist

Söngkonan Adele var nefnd valdamesta manneskjan í breskri tónlist í dag. 
nordicphotos/getty
Söngkonan Adele var nefnd valdamesta manneskjan í breskri tónlist í dag. nordicphotos/getty
Söngkonan Adele hefur verið nefnd valdamesta manneskjan í breska tónlistariðnaðinum í dag. Hljómplata Adele, 21, var mest selda platan í fimmtán löndum og hefur selst í yfir sex milljónum eintaka.

 

Dómnefndin sagði Adele vera hreinræktaðan tónlistarmann sem styddist ekki við búninga, eldglæringar eða kynþokka til að selja tónlist sína. Í öðru sæti voru forstjórar útgáfufyrirtækjanna Universal Music Group og Universal Music UK, sem eru með tónlistarfólk á borð við Lady Gaga, Justin Bieber og Rolling Stones á sínum snærum. Á hæla þeirra kom Simon Cowell, útgefandi og fyrrverandi dómari sjónvarpsþáttanna American Idol.

 

Aðrir sem komust á topp tíu listann voru George Ergatoudis, útvarpsstjóri BBC Radio, og Chad Hurley, Steve Chen og Jawed Karim, stofnendur Youtube.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.