Lífið

Ekki kærustupar

Bandarískir fjölmiðlar hafa velt sér mikið upp úr því hvort Idol-þátttakendurnir Lauren Alaina og Scotty McCreery séu par. Þau eru þó aðeins nánir vinir að sögn McCreery.

 

„Við erum bara nánir vinir. Ég hitti hana strax fyrsta daginn í Hollywood-vikunni og með okkur hefur tekist mikil vinátta. Við vorum einnig í sama skóla þannig að við þekktumst aðeins áður, en við erum ekki par,“ sagði hinn ungi Idol-sigurvegari á úrslitakvöldinu. Söngvarinn mun nú vinna að sinni fyrstu hljómplötu og segist McCreery ætla að vanda til lagavalsins.

 

„Ég vil fá nokkur góð lög á plötuna, það skiptir mestu máli núna. American Idol er aðeins stökkpallur út í tónlistarbransann, ég þarf að sjá um rest.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.