Lífið

Vill gefa út djassplötu

Söngkonan Lady Gaga vill taka sér frí frá taktföstu danspoppinu og taka upp jólaplötu með þekktum djasslögum.

„Ég hugsaði mér að það yrði sætt og skemmtilegt að gefa út jólaplötu með djassstandördum. Mig langar virkilega að gera þetta og ég er þegar búin að tala við umboðsmanninn minn," sagði hin 25 ára Gaga.

Stutt er síðan hún söng eigin útgáfu af djasslaginu Orange Colored Sky á tónleikum á Englandi og hver veit nema það eigi eftir að hljóma á nýju plötunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.