Lífið

Nolan til bjargar Matthew Modine

Matthew Modine var á níunda áratugnum eins og Robert Pattinson í dag.
Matthew Modine var á níunda áratugnum eins og Robert Pattinson í dag.
Christopher Nolan er að safna liði fyrir þriðju mynd sína um Leðurblökumanninn. Meðal þeirra sem hafa bæst í hópinn eru sjónvarpsleikararnir Brett Cullen og Chris Ellis auk Tom Conti. Athyglisverðasta nafnið er hins vegar Matthew Modine.

Nafn Matthew Modine á níunda áratugnum var eins og nafn Robert Pattinson er í dag. En, eins og hjá svo mörgum leikurum þessa misskilda áratugar, lék tískan þá grátt og Modine hvarf af yfirborði jarðar eftir að hafa leikið aðalhlutverkið í misheppnaðri sjóræningjamynd eftir Renny Harlin. Og hefur nánast eingöngu fengið hlutverk í misgáfulegum sjónvarpsmyndum. Nolan virðist hins vegar enn hafa trú á leikarahæfileikum Modine sem er ekkert skrýtið, þeir sem hafa séð Full Metal Jacket ættu ekkert að efast um þeir séu til staðar.

Nolan virðist ætla að eyða öllu púðri í þessa síðustu mynd sína um Bruce Wayne og leyndarmál hans. Heill her af stórstjörnum er í leikarahópnum og af nýjum nöfnum má nefna Anne Hatheway í hlutverk kattarkonunnar, Tom Hardy, Marion Cotillard og Joseph Gordon-Levit. Morgan Freeman, Michael Caine og Christian Bale verða auðvitað á sínum stað sem fyrr.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.