Lífið

Sumarbrúðkaup í vændum

Gengur í það heilaga Sofia Coppola ætlar að giftast rokkaranum Thomas Mars á Ítalíu í sumar.Nordicphotos/getty
Gengur í það heilaga Sofia Coppola ætlar að giftast rokkaranum Thomas Mars á Ítalíu í sumar.Nordicphotos/getty
Leikstjórinn Sofia Coppola ætlar að ganga að eiga kærasta sinn og barnsföður, rokkarann Thomas Mars, á Suður-Ítalíu í sumar. Ætlunin er að halda rómantíska athöfn við sumarhús Coppola-fjölskyldunnar að viðstöddum nánustu fjölskyldumeðlimum.

Coppola og Mars eiga tvö börn saman en þetta verður í annað sinn sem leikstýran gengur upp að altarinu. Hún var gift kollega sínum, leikstjóranum Spike Jonze, á árunum 1999 til 2003.

Sofia Coppola er dóttir leikstjórans Francis Ford Coppola, en hún vann óskarsverðlaun fyrir myndina Lost in Translation árið 2004.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.