Lífið

Gusgus spilar á Bestu hátíðinni

Biggi Veira og Daníel Ágúst úr Gusgus verða á Bestu útihátíðinni. Fréttablaðið/Stefán
Biggi Veira og Daníel Ágúst úr Gusgus verða á Bestu útihátíðinni. Fréttablaðið/Stefán
Hljómsveitin Gusgus og fjöldi annarra þekktra flytjenda hafa staðfest komu sína á Bestu útihátíðina sem verður haldin á Gaddstaðaflötum við Hellu helgina 8. til 10. júlí.

Gusgus gaf nýverið út sjöttu plötu sína, Arabian Horse, og sveitin er þekkt fyrir að spara hvergi til þegar kemur að sviðsframkomu. Sveitin spilar á laugardagskvöldinu, sama kvöld og hljómsveitin Quarashi rís upp frá dauðum.

Aðrir sem stíga á svið eru Skítamórall, sem er að koma saman eftir nokkurt hlé, Ingó & Veðurguðirnir, XXX Rottweiler, SSSól, Friðrik Dór, Í svörtum fötum, Jón Jónsson, Auddi & Sveppi, Kristmundur Axel, Dynamic, Dj Áki Pain og Steindi Jr. sem flytur tónlistina úr þáttum sínum með aðstoð Ásgeirs Orra Ásgeirsson úr upptökuteyminu Stop Wait Go.

Miðasalan hefst 1. júní í verslunum Símans um allt land og kostar miðinn 7.900 krónur í forsölu en 9.500 kr. við hlið.


Tengdar fréttir

Söngvararnir stela senunni

Arabian Horse er mjög sterk og sannfærandi Gusgus-plata og mun aðgengilegri og skemmtilegri en sú síðasta. Hún ætti að geta stækkað áheyrendahóp sveitarinnar enn frekar, bæði hér á landi og erlendis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.