Lífið

Oliver Stone þekkir ekki Charlie Sheen

25 ár eru liðin síðan stríðsmyndin áhrifamikla Platoon kom út.
25 ár eru liðin síðan stríðsmyndin áhrifamikla Platoon kom út.
Bandaríski leikstjórinn Oliver Stone hefur hrósað Charlie Sheen í fyrir leik sinn stríðsmynd hans Platoon. 25 ár eru liðin síðan þessi áhrifamikla Víetnam-mynd kom út. Þrátt fyrir það segist leikstjórinn ekki þekkja Sheen lengur enda hefur hann hegðun hans verið stórundarleg síðustu mánuði.

„Charlie var sautján ára og blautur á bak við eyrun þegar undirbúningurinn fyrir myndina hófst árið 1984. Á þessum tveimur árum sem liðu þangað til myndin var frumsýnd þroskaðist hann mikið og var orðinn víðsýnni manneskja. Mér fannst hann standa sig frábærlega. Hann var hárrétti maðurinn í hlutverkið og túlkaði vel þann hrylling sem þarna átti sér stað," sagði Stone.

Þrátt fyrir að þykja vænt um Sheen segist Stone ekki þekkja hann lengur. „Þetta er ekki sá Charlie sem ég þekkti þegar við gerðum Wall Street og Platoon. Þetta er annar persónuleiki. Hann hefur vaxið í svo margar áttir og hann hefur grætt svo mikinn pening. Ég hef ekki hugmynd um hvaða náungi þetta er."

Næsta mynd Oliver Stone nefnist Savages og er væntanleg á næsta ári. Með aðalhlutverkin í þessari glæpamynd fara Blake Lively og John Travolta. Á meðal annarra leikara verða Uma Thurman, Salma Hayek og Benicio Del Toro.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.