Lítil joðneysla áhyggjuefni á Íslandi 25. maí 2011 18:00 Mun fleiri konur greinast með skjaldkirtilssjúkdóma en karlar. Árlega greinast 150 Íslendingar með ofvirkan skjaldkirtil og er talið að um tólf þúsund þeirra taki skjaldkirtilshormónið thyroxín vegna vanvirkni í skjaldkirtli. Svo virðist sem nýgengi skjaldkirtilssjúkdóma sé að aukast. „Það má að einhverju leyti skýra með betri skráningu en einnig með hækkandi aldri þjóðarinnar, enda greinast skjaldkirtilssjúkdómar oftar hjá eldra fólki en áður," segir Ari Jóhannesson, sérfræðingur í innkirtla- og efnaskiptasjúkdómum á Landspítalanum. Mun fleiri konur greinast og er hlutfallið einn karl á móti fjórum konum. Ástæða þess er að mestu ókunn að sögn Ara en tengist sennilega kvenhormónum og erfðavísum. Nýlega var alþjóðlega skjaldkirtilsdeginum komið á en honum er ætlað að efla vitneskju meðal almennings um skjaldkirtilssjúkdóma. Hann verður haldinn á morgun. „Skjaldkirtillinn er á hálsinum framanverðum og telst til svonefndra innkirtla. Hann framleiðir skjaldkirtilshormón sem stuðlar að orkunýtingu og varmamyndun í frumum líkamans og er nauðsynlegt fyrir þroska og starfsemi flestra líffæra," lýsir Ari. Joð, ásamt amínósýrunni týrósín, myndar skjaldkirtilshormón og joðskortur getur valdið stækkun á skjaldkirtli og jafnvel vanstarfi. Joð finnst í mörgum fæðutegundum en þó mest í mjólk og fiski. „Joðskortur hefur til þessa verið álitinn fátíður á Íslandi en það er þó áhyggjuefni að joðneysla hefur farið minnkandi undanfarin ár, sennilega vegna minni neyslu á þessum fæðutegundum en áður," segir Ari. Hann segir sérstaklega mikilvægt að huga að joðhag á meðgöngu því þroski fósturs er að miklu leyti undir joðneyslu móðurinnar kominn. „Þá er sérstök ástæða til að hvetja ungar stúlkur til að huga að joðneyslu en nýleg íslensk rannsókn bendir til þess að hún fari minnkandi á meðal þeirra þó að hún sé enn innan marka." Ari segir að joðþörf megi almennt mæta með tveimur mjólkurglösum á dag og tveimur fiskmáltíðum í viku. „Þá er joð í mörgum vítamíntöflum auk þess sem salt er í sumum tilfellum joðbætt."Ari segir minnkandi joðneyslu áhyggjuefni, sérstaklega á meðal ungra stúlkna. Fréttablaðið/GVAAri segir að æ oftar séu skjaldkirtilssjúkdómar raktir til sjálfsofnæmis en þá myndar líkaminn mótefni gegn eigin frumum. Mótefnin geta ýmist verið örvandi eða letjandi og jafnvel eyðandi. Skjaldkirtilssjúkdóma sem af því hljótast má greina með einföldum blóðrannsóknum þó í sumum tilfellum þurfi frekari rannsóknir. Einkenni ofvirks skjaldkirtils eru fjölbreytileg en algengust eru hitaóþol, hjartsláttaróþægindi, megrun, skjálfti, aukin svitamyndun, titringur, kvíði og bólgin og útstæð augu. Meðferð getur verið í formi skjaldkirtilsbælandi lyfja eða geislavirks joðs og í undantekningartilvikum skurðaðgerðar. Vanstarf í skjaldkirtli er enn algengara en ofvirkni. Helstu einkenni eru þreyta, slen, kulvísi, þyngdaraukning, tregða í hugsun og hæg melting. Meðferð er fólgin í töku skjaldkirtilshormónsins thyroxíns í uppbótarskyni og varir oftast ævilangt. Sem fyrr segir taka um tólf þúsund Íslendingar thyroxín daglega en þeim hópi tilheyra einnig þeir sem hafa verið með ofvirkan skjaldkirtil en þurft að ganga undir meðferðir sem leiða af sér vanvirkni. Hnútar í skjaldkirtli eru algengir. Fæstir eru illkynja en þó þarf að ganga úr skugga um það með nálarsýni. Árlega greinast um 15-20 meðskjaldkirtilskrabbamein á Íslandi. Meðferðin felst í skurðaðgerð og oft þarf einnig að gefa geislavirkt joð. Ari segir ekki hafa komið fram ákveðin tengsl við of- eða vanvirkni í skjaldkirtli og horfur séu yfirleitt góðar. vera@frettabladid.is Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Sjá meira
Árlega greinast 150 Íslendingar með ofvirkan skjaldkirtil og er talið að um tólf þúsund þeirra taki skjaldkirtilshormónið thyroxín vegna vanvirkni í skjaldkirtli. Svo virðist sem nýgengi skjaldkirtilssjúkdóma sé að aukast. „Það má að einhverju leyti skýra með betri skráningu en einnig með hækkandi aldri þjóðarinnar, enda greinast skjaldkirtilssjúkdómar oftar hjá eldra fólki en áður," segir Ari Jóhannesson, sérfræðingur í innkirtla- og efnaskiptasjúkdómum á Landspítalanum. Mun fleiri konur greinast og er hlutfallið einn karl á móti fjórum konum. Ástæða þess er að mestu ókunn að sögn Ara en tengist sennilega kvenhormónum og erfðavísum. Nýlega var alþjóðlega skjaldkirtilsdeginum komið á en honum er ætlað að efla vitneskju meðal almennings um skjaldkirtilssjúkdóma. Hann verður haldinn á morgun. „Skjaldkirtillinn er á hálsinum framanverðum og telst til svonefndra innkirtla. Hann framleiðir skjaldkirtilshormón sem stuðlar að orkunýtingu og varmamyndun í frumum líkamans og er nauðsynlegt fyrir þroska og starfsemi flestra líffæra," lýsir Ari. Joð, ásamt amínósýrunni týrósín, myndar skjaldkirtilshormón og joðskortur getur valdið stækkun á skjaldkirtli og jafnvel vanstarfi. Joð finnst í mörgum fæðutegundum en þó mest í mjólk og fiski. „Joðskortur hefur til þessa verið álitinn fátíður á Íslandi en það er þó áhyggjuefni að joðneysla hefur farið minnkandi undanfarin ár, sennilega vegna minni neyslu á þessum fæðutegundum en áður," segir Ari. Hann segir sérstaklega mikilvægt að huga að joðhag á meðgöngu því þroski fósturs er að miklu leyti undir joðneyslu móðurinnar kominn. „Þá er sérstök ástæða til að hvetja ungar stúlkur til að huga að joðneyslu en nýleg íslensk rannsókn bendir til þess að hún fari minnkandi á meðal þeirra þó að hún sé enn innan marka." Ari segir að joðþörf megi almennt mæta með tveimur mjólkurglösum á dag og tveimur fiskmáltíðum í viku. „Þá er joð í mörgum vítamíntöflum auk þess sem salt er í sumum tilfellum joðbætt."Ari segir minnkandi joðneyslu áhyggjuefni, sérstaklega á meðal ungra stúlkna. Fréttablaðið/GVAAri segir að æ oftar séu skjaldkirtilssjúkdómar raktir til sjálfsofnæmis en þá myndar líkaminn mótefni gegn eigin frumum. Mótefnin geta ýmist verið örvandi eða letjandi og jafnvel eyðandi. Skjaldkirtilssjúkdóma sem af því hljótast má greina með einföldum blóðrannsóknum þó í sumum tilfellum þurfi frekari rannsóknir. Einkenni ofvirks skjaldkirtils eru fjölbreytileg en algengust eru hitaóþol, hjartsláttaróþægindi, megrun, skjálfti, aukin svitamyndun, titringur, kvíði og bólgin og útstæð augu. Meðferð getur verið í formi skjaldkirtilsbælandi lyfja eða geislavirks joðs og í undantekningartilvikum skurðaðgerðar. Vanstarf í skjaldkirtli er enn algengara en ofvirkni. Helstu einkenni eru þreyta, slen, kulvísi, þyngdaraukning, tregða í hugsun og hæg melting. Meðferð er fólgin í töku skjaldkirtilshormónsins thyroxíns í uppbótarskyni og varir oftast ævilangt. Sem fyrr segir taka um tólf þúsund Íslendingar thyroxín daglega en þeim hópi tilheyra einnig þeir sem hafa verið með ofvirkan skjaldkirtil en þurft að ganga undir meðferðir sem leiða af sér vanvirkni. Hnútar í skjaldkirtli eru algengir. Fæstir eru illkynja en þó þarf að ganga úr skugga um það með nálarsýni. Árlega greinast um 15-20 meðskjaldkirtilskrabbamein á Íslandi. Meðferðin felst í skurðaðgerð og oft þarf einnig að gefa geislavirkt joð. Ari segir ekki hafa komið fram ákveðin tengsl við of- eða vanvirkni í skjaldkirtli og horfur séu yfirleitt góðar. vera@frettabladid.is
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Sjá meira