Lítil joðneysla áhyggjuefni á Íslandi 25. maí 2011 18:00 Mun fleiri konur greinast með skjaldkirtilssjúkdóma en karlar. Árlega greinast 150 Íslendingar með ofvirkan skjaldkirtil og er talið að um tólf þúsund þeirra taki skjaldkirtilshormónið thyroxín vegna vanvirkni í skjaldkirtli. Svo virðist sem nýgengi skjaldkirtilssjúkdóma sé að aukast. „Það má að einhverju leyti skýra með betri skráningu en einnig með hækkandi aldri þjóðarinnar, enda greinast skjaldkirtilssjúkdómar oftar hjá eldra fólki en áður," segir Ari Jóhannesson, sérfræðingur í innkirtla- og efnaskiptasjúkdómum á Landspítalanum. Mun fleiri konur greinast og er hlutfallið einn karl á móti fjórum konum. Ástæða þess er að mestu ókunn að sögn Ara en tengist sennilega kvenhormónum og erfðavísum. Nýlega var alþjóðlega skjaldkirtilsdeginum komið á en honum er ætlað að efla vitneskju meðal almennings um skjaldkirtilssjúkdóma. Hann verður haldinn á morgun. „Skjaldkirtillinn er á hálsinum framanverðum og telst til svonefndra innkirtla. Hann framleiðir skjaldkirtilshormón sem stuðlar að orkunýtingu og varmamyndun í frumum líkamans og er nauðsynlegt fyrir þroska og starfsemi flestra líffæra," lýsir Ari. Joð, ásamt amínósýrunni týrósín, myndar skjaldkirtilshormón og joðskortur getur valdið stækkun á skjaldkirtli og jafnvel vanstarfi. Joð finnst í mörgum fæðutegundum en þó mest í mjólk og fiski. „Joðskortur hefur til þessa verið álitinn fátíður á Íslandi en það er þó áhyggjuefni að joðneysla hefur farið minnkandi undanfarin ár, sennilega vegna minni neyslu á þessum fæðutegundum en áður," segir Ari. Hann segir sérstaklega mikilvægt að huga að joðhag á meðgöngu því þroski fósturs er að miklu leyti undir joðneyslu móðurinnar kominn. „Þá er sérstök ástæða til að hvetja ungar stúlkur til að huga að joðneyslu en nýleg íslensk rannsókn bendir til þess að hún fari minnkandi á meðal þeirra þó að hún sé enn innan marka." Ari segir að joðþörf megi almennt mæta með tveimur mjólkurglösum á dag og tveimur fiskmáltíðum í viku. „Þá er joð í mörgum vítamíntöflum auk þess sem salt er í sumum tilfellum joðbætt."Ari segir minnkandi joðneyslu áhyggjuefni, sérstaklega á meðal ungra stúlkna. Fréttablaðið/GVAAri segir að æ oftar séu skjaldkirtilssjúkdómar raktir til sjálfsofnæmis en þá myndar líkaminn mótefni gegn eigin frumum. Mótefnin geta ýmist verið örvandi eða letjandi og jafnvel eyðandi. Skjaldkirtilssjúkdóma sem af því hljótast má greina með einföldum blóðrannsóknum þó í sumum tilfellum þurfi frekari rannsóknir. Einkenni ofvirks skjaldkirtils eru fjölbreytileg en algengust eru hitaóþol, hjartsláttaróþægindi, megrun, skjálfti, aukin svitamyndun, titringur, kvíði og bólgin og útstæð augu. Meðferð getur verið í formi skjaldkirtilsbælandi lyfja eða geislavirks joðs og í undantekningartilvikum skurðaðgerðar. Vanstarf í skjaldkirtli er enn algengara en ofvirkni. Helstu einkenni eru þreyta, slen, kulvísi, þyngdaraukning, tregða í hugsun og hæg melting. Meðferð er fólgin í töku skjaldkirtilshormónsins thyroxíns í uppbótarskyni og varir oftast ævilangt. Sem fyrr segir taka um tólf þúsund Íslendingar thyroxín daglega en þeim hópi tilheyra einnig þeir sem hafa verið með ofvirkan skjaldkirtil en þurft að ganga undir meðferðir sem leiða af sér vanvirkni. Hnútar í skjaldkirtli eru algengir. Fæstir eru illkynja en þó þarf að ganga úr skugga um það með nálarsýni. Árlega greinast um 15-20 meðskjaldkirtilskrabbamein á Íslandi. Meðferðin felst í skurðaðgerð og oft þarf einnig að gefa geislavirkt joð. Ari segir ekki hafa komið fram ákveðin tengsl við of- eða vanvirkni í skjaldkirtli og horfur séu yfirleitt góðar. vera@frettabladid.is Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Árlega greinast 150 Íslendingar með ofvirkan skjaldkirtil og er talið að um tólf þúsund þeirra taki skjaldkirtilshormónið thyroxín vegna vanvirkni í skjaldkirtli. Svo virðist sem nýgengi skjaldkirtilssjúkdóma sé að aukast. „Það má að einhverju leyti skýra með betri skráningu en einnig með hækkandi aldri þjóðarinnar, enda greinast skjaldkirtilssjúkdómar oftar hjá eldra fólki en áður," segir Ari Jóhannesson, sérfræðingur í innkirtla- og efnaskiptasjúkdómum á Landspítalanum. Mun fleiri konur greinast og er hlutfallið einn karl á móti fjórum konum. Ástæða þess er að mestu ókunn að sögn Ara en tengist sennilega kvenhormónum og erfðavísum. Nýlega var alþjóðlega skjaldkirtilsdeginum komið á en honum er ætlað að efla vitneskju meðal almennings um skjaldkirtilssjúkdóma. Hann verður haldinn á morgun. „Skjaldkirtillinn er á hálsinum framanverðum og telst til svonefndra innkirtla. Hann framleiðir skjaldkirtilshormón sem stuðlar að orkunýtingu og varmamyndun í frumum líkamans og er nauðsynlegt fyrir þroska og starfsemi flestra líffæra," lýsir Ari. Joð, ásamt amínósýrunni týrósín, myndar skjaldkirtilshormón og joðskortur getur valdið stækkun á skjaldkirtli og jafnvel vanstarfi. Joð finnst í mörgum fæðutegundum en þó mest í mjólk og fiski. „Joðskortur hefur til þessa verið álitinn fátíður á Íslandi en það er þó áhyggjuefni að joðneysla hefur farið minnkandi undanfarin ár, sennilega vegna minni neyslu á þessum fæðutegundum en áður," segir Ari. Hann segir sérstaklega mikilvægt að huga að joðhag á meðgöngu því þroski fósturs er að miklu leyti undir joðneyslu móðurinnar kominn. „Þá er sérstök ástæða til að hvetja ungar stúlkur til að huga að joðneyslu en nýleg íslensk rannsókn bendir til þess að hún fari minnkandi á meðal þeirra þó að hún sé enn innan marka." Ari segir að joðþörf megi almennt mæta með tveimur mjólkurglösum á dag og tveimur fiskmáltíðum í viku. „Þá er joð í mörgum vítamíntöflum auk þess sem salt er í sumum tilfellum joðbætt."Ari segir minnkandi joðneyslu áhyggjuefni, sérstaklega á meðal ungra stúlkna. Fréttablaðið/GVAAri segir að æ oftar séu skjaldkirtilssjúkdómar raktir til sjálfsofnæmis en þá myndar líkaminn mótefni gegn eigin frumum. Mótefnin geta ýmist verið örvandi eða letjandi og jafnvel eyðandi. Skjaldkirtilssjúkdóma sem af því hljótast má greina með einföldum blóðrannsóknum þó í sumum tilfellum þurfi frekari rannsóknir. Einkenni ofvirks skjaldkirtils eru fjölbreytileg en algengust eru hitaóþol, hjartsláttaróþægindi, megrun, skjálfti, aukin svitamyndun, titringur, kvíði og bólgin og útstæð augu. Meðferð getur verið í formi skjaldkirtilsbælandi lyfja eða geislavirks joðs og í undantekningartilvikum skurðaðgerðar. Vanstarf í skjaldkirtli er enn algengara en ofvirkni. Helstu einkenni eru þreyta, slen, kulvísi, þyngdaraukning, tregða í hugsun og hæg melting. Meðferð er fólgin í töku skjaldkirtilshormónsins thyroxíns í uppbótarskyni og varir oftast ævilangt. Sem fyrr segir taka um tólf þúsund Íslendingar thyroxín daglega en þeim hópi tilheyra einnig þeir sem hafa verið með ofvirkan skjaldkirtil en þurft að ganga undir meðferðir sem leiða af sér vanvirkni. Hnútar í skjaldkirtli eru algengir. Fæstir eru illkynja en þó þarf að ganga úr skugga um það með nálarsýni. Árlega greinast um 15-20 meðskjaldkirtilskrabbamein á Íslandi. Meðferðin felst í skurðaðgerð og oft þarf einnig að gefa geislavirkt joð. Ari segir ekki hafa komið fram ákveðin tengsl við of- eða vanvirkni í skjaldkirtli og horfur séu yfirleitt góðar. vera@frettabladid.is
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira