Lífið

Reynir við Ermarsundið

Árni Þór Árnason. Mynd/GVA
Árni Þór Árnason. Mynd/GVA
Árni Þór Árnason, framkvæmdastjóri og sjósundkappi, ætlar að verða annar Íslendingurinn sem synt hefur yfir Ermarsund. „Benedikt Hjartarson kláraði þetta sund árið 2008 og ég hef ekki verið látinn vera síðan," segir Árni Þór glettinn.

Fjórir Íslendingar hafa frá upphafi reynt að synda yfir Ermarsund en einungis einn hefur náð takmarki sínu, Benedikt Hjartarson. Sundið er 32 kílómetrar og einungis tekst um 20 prósentum að komast alla leið yfir.

Ferð Árna Þórs hefst 1. júlí þegar hann heldur til Dover í Englandi. „Þá tekur við vika þar sem ég verð að synda á æfingasvæði í höfninni þar," segir Árni Þór, sem byrjaði að stunda sjósund fyrir um átta árum en ákvað síðasta haust að synda yfir Ermarsund. „Ég er búinn að vera í mjög stífri þjálfun hjá rússneskum þjálfara, Vadim Forafonov, í sjö mánuði. Hann hefur breytt allri minni sundkunnáttu."

Að sögn Árna Þórs er markmið hans að reyna við svokölluð 7Seas, sem eru sjö erfiðustu sundleiðir í heimi, Ermarsundið er þeirra á meðal.

„Mér fannst eins og ég yrði að takast á við stóru raunina. Svo er ekki útilokað, ef þetta gengur vel, að ég haldi áfram, það er af nógu að taka úti um allan heim."

martaf@frettabladid.is






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.