Lífið

Þórhallur tók upp myndband með Lajoie

Þórhallur Þórhallsson fékk kanadíska grínistann Jon Lajoie til að grínast með sér í myndbandi, en sá síðarnefndi var staddur hér á landi í síðustu viku.fréttablaðið/anton
Þórhallur Þórhallsson fékk kanadíska grínistann Jon Lajoie til að grínast með sér í myndbandi, en sá síðarnefndi var staddur hér á landi í síðustu viku.fréttablaðið/anton
„Lajoie var svo hrifinn af því hvað við Íslendingar fílum grófan húmor," segir grínistinn Þórhallur Þórhallsson.

Kanadíski grínistinn og Youtube-stjarnan Jon Lajoie kom fram í Háskólabíói í síðustu viku. Þórhallur hitaði upp fyrir Lajoie og fékk hann einnig til að leika með sér í stuttu myndbandi sem hann birti á Youtube. „Ég ákvað að nýta tækifærið á meðan hann var hérna og fá hann til að sprella með mér," segir Þórhallur. „Hann var meira en til í það. Ekkert vandamál. Þar sem hann byrjaði feril sinn á Youtube vissi ég að hann væri til í þetta."

Lajoie hefur notið gríðarlegra vinsælda á Youtube og myndbönd hans hafa fengið hátt í 300 milljón áhorf. Þórhallur segir Lajoie hafa lofað að benda á myndbandið sem þeir léku í saman á Youtube-síðu sinni, sem ætti að tryggja því mörg áhorf. „Ég er búinn að fylgjast með honum lengi, þannig að ég er þrælmontinn að hafa náð að plata hann í þetta," segir Þórhallur stoltur.

Myndbandið er í grófara lagi, en Lajoie tók þátt í að semja það á tökustað. „Hugmyndin kemur frá mér og Hauki Þorsteinssyni vini mínum, en svo kom margt á staðnum frá Lajoie. Hann er algjör snillingur," segir Þórhallur.

En óttastu viðbrögðin, þar sem myndbandið er ansi gróft?

„Ég veit alveg að sumir munu hneykslast, en maður getur ekki þóknast öllum."- afb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.