Lífið

Boðnar 40 milljónir

Rapptvíburanir koma líklega fram í breskum raunveruleikaþætti.
Rapptvíburanir koma líklega fram í breskum raunveruleikaþætti.
Írsku rapptvíburunum Jedward hafa verið boðnar tæpar fjörutíu milljónir króna fyrir að koma fram í breska raunveruleikaþættinum I"m A Celebrity… Get Me Out Of Here! Samkvæmt götublaðinu The Sun fengu tvíburarnir boðið eftir að hafa lent í áttunda sæti í Eurovision-keppninni í Düsseldorf. Alls sáu 12,7 milljónir Breta þessar fyrrverandi X Factor-stjörnur flytja lagið Lipstick, sem telst mjög mikið þegar Eurovision er annars vegar. Samkvæmt The Sun hefur umboðsmaður Jedward farið fram á um tuttugu milljónir í viðbót ef þeir eiga að koma fram í þættinum. „Hvað sem ykkur finnst um tónlist Jedward þá er ekki um að villast að þeir kunna að skemmta fólki. Þrettán milljónir áhorfenda BBC geta ekki haft rangt fyrir sér."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.