Lífið

Blanda af því besta

Barði Jóhannsson hefur gefið út plötu með tónlist fyrir leikhús og myndmiðla.mynd/lisa Roze
Barði Jóhannsson hefur gefið út plötu með tónlist fyrir leikhús og myndmiðla.mynd/lisa Roze
Tónlistarmaðurinn Barði Jóhannsson hefur gefið út plötuna Selected Film & Theater Works of Barði Jóhannsson, sem verður eingöngu fáanleg á síðunni Tonlist.is.

Þar er að finna blöndu af því besta sem Barði hefur unnið fyrir leikhús og myndmiðla.

 

Barði hefur samið tónlist fyrir Þjóðleikhúsið ásamt því að semja fyrir leikverk í Frakklandi og hinar ýmsu stuttmyndir, heimildarmyndir og auglýsingar. Hann samdi tónlist fyrir kvikmyndina Reykjavík Rotterdam og fyrir það vann hann Edduna. Einnig samdi hann tónlist fyrir Häxan (Nornir), sænska hrollvekju frá þriðja áratug síðustu aldar. Barði hefur samið tónlist við auglýsingar fyrir Citroën C5, Emperio Armani, Volkswagen Passat, Sterling Air og Føroya Banka.

 

Barði vinnur nú að fjórðu plötu Bang Gang ásamt því að framleiða eigin fatalínu. Einnig verður ópera samin af Lady & Bird (Barða og Keren Ann) frumsýnd í Frakklandi í nóvember.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.