Trier hristir upp í Cannes 19. maí 2011 07:00 Lars Von Trier hefur haft það fyrir sið að koma á kvikmyndahátíðina í Cannes og hneyksla fólk með annaðhvort myndum sínum eða yfirlýsingum. Hann lét orðin nægja að þessu sinni.Nordic Photos/Getty Images Danski leikstjórinn Lars Von Trier er kominn til Cannes og nærvera hans fer ekki framhjá neinum. Dönsku blöðin keppast um að birta fréttir af leikstjóranum og yfirlýsingum hans. Lars Von Trier hefur yfirleitt haft það til siðs að frumsýna kvikmyndir sínar í Cannes. Þrátt fyrir að leikstjórinn sé haldinn sjúklegri flughræðslu og ferðafóbíu þá lætur hann sig hafa það. Og eins og alltaf hristir danski furðufuglinn svolítið upp í kvikmyndapressunni með skrítnum og stundum ófyrirleitnum yfirlýsingum. Nýjasta myndin hans Melancholia hefur fengið frábæra dóma í Danmörku en gagnrýnendur í Cannes eru á báðum áttum, segja hana eilítið yfirborðskennda og vonda fyrir hlé. Hún nái sér hins vegar á strik í seinni hálfleik en aðalhlutverkin eru í höndunum á Kirsten Dunst úr Spider Man-myndunum og Charlotte Gainsbourg. En það er náttúruega ekki bara myndin sem vekur athygli á Trier því leikstjórinn er yfirleitt fremur stóryrtur á blaðamannafundum og lætur gamminn geisa þó mörgum þyki grínið yfirleitt grátt gaman. Þannig lýsti Trier því yfir að hann hefði einu sinni haldið að hann væri gyðingur. „En svo kom Susanne Bier og þá þakkaði ég fyrir að ég væri ekki gyðingur. Æi, gleymið þessu, þetta var bara brandari,“ er haft eftir Trier. Bier er á góðri leið með að verða einn virtasti leikstjóri Dana, hreppti meðal annars Óskarinn fyrir bestu erlendu myndina í ár en það virðist anda köldu á milli þeirra ef marka má orð Triers. En Trier var ekki búinn því hann hélt næst lofræðu um nasistann og arkitektinn Albert Speer, sagði hann hafa verið mikinn hæfileikamann. „Við nasistarnir höfum alltaf hugsað hlutina í hinu stóra samhengi, við vitum til að mynda alveg hver er lokalausnin fyrir ykkur blaðamenn.“ Og það var ekki að sökum að spyrja; samtök eftirlifenda Helfarinnar gagnrýndu Trier harðlega og sögðu orð hans dæma sig sjálf. Trier var ekki af baki dottinn og eftir að hafa lýst yfir dálæti sínu á Speer talaði hann um þann draum sinn að gera lesbíska erótíska kvikmynd með Kirsten Dunst og Gainsbourg í aðalhlutverki. „Þetta verður fjögurra til fimm tíma mynd með miklu kynlífi.“ freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Lífið Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Góð ráð fyrir garðinn í sumar Lífið samstarf Fleiri fréttir Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Sjá meira
Danski leikstjórinn Lars Von Trier er kominn til Cannes og nærvera hans fer ekki framhjá neinum. Dönsku blöðin keppast um að birta fréttir af leikstjóranum og yfirlýsingum hans. Lars Von Trier hefur yfirleitt haft það til siðs að frumsýna kvikmyndir sínar í Cannes. Þrátt fyrir að leikstjórinn sé haldinn sjúklegri flughræðslu og ferðafóbíu þá lætur hann sig hafa það. Og eins og alltaf hristir danski furðufuglinn svolítið upp í kvikmyndapressunni með skrítnum og stundum ófyrirleitnum yfirlýsingum. Nýjasta myndin hans Melancholia hefur fengið frábæra dóma í Danmörku en gagnrýnendur í Cannes eru á báðum áttum, segja hana eilítið yfirborðskennda og vonda fyrir hlé. Hún nái sér hins vegar á strik í seinni hálfleik en aðalhlutverkin eru í höndunum á Kirsten Dunst úr Spider Man-myndunum og Charlotte Gainsbourg. En það er náttúruega ekki bara myndin sem vekur athygli á Trier því leikstjórinn er yfirleitt fremur stóryrtur á blaðamannafundum og lætur gamminn geisa þó mörgum þyki grínið yfirleitt grátt gaman. Þannig lýsti Trier því yfir að hann hefði einu sinni haldið að hann væri gyðingur. „En svo kom Susanne Bier og þá þakkaði ég fyrir að ég væri ekki gyðingur. Æi, gleymið þessu, þetta var bara brandari,“ er haft eftir Trier. Bier er á góðri leið með að verða einn virtasti leikstjóri Dana, hreppti meðal annars Óskarinn fyrir bestu erlendu myndina í ár en það virðist anda köldu á milli þeirra ef marka má orð Triers. En Trier var ekki búinn því hann hélt næst lofræðu um nasistann og arkitektinn Albert Speer, sagði hann hafa verið mikinn hæfileikamann. „Við nasistarnir höfum alltaf hugsað hlutina í hinu stóra samhengi, við vitum til að mynda alveg hver er lokalausnin fyrir ykkur blaðamenn.“ Og það var ekki að sökum að spyrja; samtök eftirlifenda Helfarinnar gagnrýndu Trier harðlega og sögðu orð hans dæma sig sjálf. Trier var ekki af baki dottinn og eftir að hafa lýst yfir dálæti sínu á Speer talaði hann um þann draum sinn að gera lesbíska erótíska kvikmynd með Kirsten Dunst og Gainsbourg í aðalhlutverki. „Þetta verður fjögurra til fimm tíma mynd með miklu kynlífi.“ freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Lífið Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Góð ráð fyrir garðinn í sumar Lífið samstarf Fleiri fréttir Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Sjá meira