Mel Gibson að ranka við sér á ný 19. maí 2011 20:00 Ástralski leikarinn Mel Gibson virðist smám saman vera að ranka við sér á ný. Kvikmynd hans The Beaver eftir Jodie Foster hefur fengið ágætis dóma á kvikmyndahátíðinni í Cannes og Gibson hefur að mestu leyti náð að halda sig frá vandræðum við Miðjarðarhafsströndina. Myndin hefur reyndar fengið afleita aðsókn í Bandaríkjunum en það er alltaf von, því nú er loks farið að orða leikarann við ný hlutverk og nýjar myndir. Slíkt hefur ekki gerst í nokkurn tíma og var hann meira að segja rekinn úr feluhlutverkinu í The Hangover II. Gibson er nú sagður íhuga þátttöku í kvikmyndinni Sleight of Hand. Myndin fjallar um hóp innbrotsþjófa í París sem komast óvart yfir smápening í eigu glæpaforingja. Tökur á myndinni eiga að hefjast í júlí og meðal annarra leikara má nefna Kiefer Sutherland, Gerard Depardieu, Giancarlo Giannini og Eric Cantona, knattspyrnuhetjuna úr Manchester United. Talsmenn Gibsons hafa ekki viljað staðfesta eitt eða neitt en Gibson þarf nauðsynlega á verkefnum að halda til að koma sér og sínum ferli aftur af stað. Hann verður næst hægt að sjá í kvikmyndinni How I Spent My Summer Vacation með Peter Stormare. Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira
Ástralski leikarinn Mel Gibson virðist smám saman vera að ranka við sér á ný. Kvikmynd hans The Beaver eftir Jodie Foster hefur fengið ágætis dóma á kvikmyndahátíðinni í Cannes og Gibson hefur að mestu leyti náð að halda sig frá vandræðum við Miðjarðarhafsströndina. Myndin hefur reyndar fengið afleita aðsókn í Bandaríkjunum en það er alltaf von, því nú er loks farið að orða leikarann við ný hlutverk og nýjar myndir. Slíkt hefur ekki gerst í nokkurn tíma og var hann meira að segja rekinn úr feluhlutverkinu í The Hangover II. Gibson er nú sagður íhuga þátttöku í kvikmyndinni Sleight of Hand. Myndin fjallar um hóp innbrotsþjófa í París sem komast óvart yfir smápening í eigu glæpaforingja. Tökur á myndinni eiga að hefjast í júlí og meðal annarra leikara má nefna Kiefer Sutherland, Gerard Depardieu, Giancarlo Giannini og Eric Cantona, knattspyrnuhetjuna úr Manchester United. Talsmenn Gibsons hafa ekki viljað staðfesta eitt eða neitt en Gibson þarf nauðsynlega á verkefnum að halda til að koma sér og sínum ferli aftur af stað. Hann verður næst hægt að sjá í kvikmyndinni How I Spent My Summer Vacation með Peter Stormare.
Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira