Lífið

Völdu besta Dylan-lagið

Like A Rolling Stone hefur verið valið besta lag Bobs Dylan.
Like A Rolling Stone hefur verið valið besta lag Bobs Dylan.
Like A Rolling Stone hefur verið kjörið besta lagið á ferli tónlistarmannsins Bobs Dylan. Það voru tónlistarmenn, rithöfundar og fræðimenn sem völdu lagið í könnun tímaritsins Rolling Stone í tilnefni af sjötugsafmælis Dylans 24. maí. Like A Rolling Stone er sex mínútur að lengd og samanstendur af þremur hljómum. Lagið kom út árið 1965 á plötunni Highway 61 Revisited. Í öðru sæti lenti lagið A Hard Rain"s Gonna Fall og í því þriðja varð Tangled Up in Blue. Í næstu sætum á eftir komu Just Like a Woman og All Along the Watchtower.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.