Styrkja á sáttaferlið í forræðisdeilum 11. maí 2011 03:00 Barnalög Breytingar á barnalögum eiga að styðja réttarstöðu barna. Nordicphotos/getty Í frumvarpi um breytingar á barnalögum sem Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra mælti fyrir á Alþingi í gær er lögð áhersla á að styrkja sáttaferlið í þeim tilvikum sem foreldrar geta ekki komið sér saman um forræði. Ekki á að heimila dómurum að skera úr um sameiginlega forsjá með dómi, að því er Ögmundur greinir frá. „Sú leið var í frumvarpinu þegar það kom inn á mitt borð síðastliðið haust. Ég tók þá leið út með hliðsjón af því sem ég tel vera slæma reynslu annars staðar á Norðurlöndum hvað þetta snertir. Þar eru uppi ýmsar efasemdaraddir um ágæti þess fyrirkomulags. Danir eru til dæmis að leggja lokahönd á mikla úttekt um það mál.“ Ráðherrann segir það hafa sýnt sig að dómskerfið sé ekki alltaf í takt við veruleikann. „Markmiðið sem við stefnum að er að tryggja rétt barnsins við foreldra sína og að sú umgengni verði í eins mikilli fjölskyldusátt og hægt er.“ Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði á þingfundi í gær að þrátt fyrir aukna áherslu á sáttaleið myndu forræðismál engu að síður fara fyrir dómstóla. Hann benti á að rökstuðningurinn fyrir heimild dómara til að úrskurða sameiginlega forsjá væri ágætur í frumvarpinu. „Það er þess vegna undrunarefni að ráðherra taki heimildina út.“ Innanríkisráðherra vísaði í rannsóknir annars staðar á Norðurlöndum og vaxandi efasemdir um að reynslan þar væri góð. Guðmundur kallaði þá eftir rannsókn á reynslu af þessum málum á Íslandi. Ögmundur segir frumvarpið fela í sér grundvallaruppstokkun og endurmat á barnalögum. „Það byggir á vinnu sem hefur staðið sleitulaust frá haustinu 2008. Það má segja að grundvallarstefið í þessu frumvarpi sé að skoða allt umhverfið frá sjónarhóli barnsins og markmiðið er að styðja réttarstöðu barns í hvívetna enda er vísað í samþykktir Sameinuðu þjóðanna um þau efni.“ Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins var fullgiltur á Íslandi árið 1992. Hann hefur ekki verið lögfestur en Alþingi samþykkti árið 2009 þingsályktunartillögu þess efnis. ibs@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Fleiri fréttir Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum vill ekki verða formaður Framsóknar Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Sjá meira
Í frumvarpi um breytingar á barnalögum sem Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra mælti fyrir á Alþingi í gær er lögð áhersla á að styrkja sáttaferlið í þeim tilvikum sem foreldrar geta ekki komið sér saman um forræði. Ekki á að heimila dómurum að skera úr um sameiginlega forsjá með dómi, að því er Ögmundur greinir frá. „Sú leið var í frumvarpinu þegar það kom inn á mitt borð síðastliðið haust. Ég tók þá leið út með hliðsjón af því sem ég tel vera slæma reynslu annars staðar á Norðurlöndum hvað þetta snertir. Þar eru uppi ýmsar efasemdaraddir um ágæti þess fyrirkomulags. Danir eru til dæmis að leggja lokahönd á mikla úttekt um það mál.“ Ráðherrann segir það hafa sýnt sig að dómskerfið sé ekki alltaf í takt við veruleikann. „Markmiðið sem við stefnum að er að tryggja rétt barnsins við foreldra sína og að sú umgengni verði í eins mikilli fjölskyldusátt og hægt er.“ Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði á þingfundi í gær að þrátt fyrir aukna áherslu á sáttaleið myndu forræðismál engu að síður fara fyrir dómstóla. Hann benti á að rökstuðningurinn fyrir heimild dómara til að úrskurða sameiginlega forsjá væri ágætur í frumvarpinu. „Það er þess vegna undrunarefni að ráðherra taki heimildina út.“ Innanríkisráðherra vísaði í rannsóknir annars staðar á Norðurlöndum og vaxandi efasemdir um að reynslan þar væri góð. Guðmundur kallaði þá eftir rannsókn á reynslu af þessum málum á Íslandi. Ögmundur segir frumvarpið fela í sér grundvallaruppstokkun og endurmat á barnalögum. „Það byggir á vinnu sem hefur staðið sleitulaust frá haustinu 2008. Það má segja að grundvallarstefið í þessu frumvarpi sé að skoða allt umhverfið frá sjónarhóli barnsins og markmiðið er að styðja réttarstöðu barns í hvívetna enda er vísað í samþykktir Sameinuðu þjóðanna um þau efni.“ Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins var fullgiltur á Íslandi árið 1992. Hann hefur ekki verið lögfestur en Alþingi samþykkti árið 2009 þingsályktunartillögu þess efnis. ibs@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Fleiri fréttir Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum vill ekki verða formaður Framsóknar Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Sjá meira