Lífið

Hlæ og græt til skiptis

Þórunn Erna Clausen og sönghópurinn Vinir Sjonna er að leggja lokahönd á atriðið í Eurovision en áhersla verður lögð á nálægð og notalega stemmingu.
Þórunn Erna Clausen og sönghópurinn Vinir Sjonna er að leggja lokahönd á atriðið í Eurovision en áhersla verður lögð á nálægð og notalega stemmingu.
„Þetta er mög mikil vinna og við erum að frá morgni til kvölds. Sífellt að vekja athygli á strákunum, þó að við séum út að borða erum við líka að dreifa út nafnspjöldum og barmmerkjum," segir Þórunn Erna Clausen en þegar Fréttablaðið náði af henni tali var hún með smá stund milli stríða en dagskráin hjá Eurovisionhóp Íslands er þéttskipuð í Þýskalandi enda styttist óðum í að Vinir Sjonna stíga á svið í Dusseldorf.

„Ég var að koma af rosalega fjörugum blaðamannafundi þar sem strákarnir heilluðu alla upp úr skónum, við sungum þar níu laga Eurovision syrpu sem við vorum búin að sjóða saman," segir Þórunn og bætir við að margir hafa haft orð á því að það hafi sjaldan verið klappað jafn mikið á blaðamannafundi og fyrir strákunum í dag.

Vitaskuld er það tilfinningalegur rússíbani sem Þórunn Erna er að upplifa úti í Þýskalandi en hún segist vera heppin að vera umvafin vinum Sjonna og að það sé mikil gleði hjá öllum „Við hlæjum mikið og erum að njóta þess til hins ýtrasta að vera hérna en auðvitað koma svona móment þar sem við förum að gráta og hugsum til þess að Sjonni er ekki að fá að upplifa þetta með okkur og hvað við vildum óska þess að hann væri hér hjá okkur," segir Þórunn en undirstrikar að stemmingin sé góð enda allir sem koma að framlagi Íslands í Eurovision vinir Sjonna og deila bæði gleði og sorg.

Þórunn segir að hópurinn hafi ekki sett sér nein önnur markmið en að bera út boðskap lagsins og koma tónlist Sjonna og strákunum á framfæri.

„Auðvitað væri frábært að vinna en við erum alveg niðri á jörðinni og viljum fyrst og fremst bera út boðskap lagsins, að maður eigi að njóta dagsins því maður veit aldrei hvað gerist á morgun," segir Þórunn en hún finnur að erlendir fjölmiðlar sýna sögu hópsins mikinn áhuga enda mikilvægt að það komist til skila fyrir hvern hópurinn er að syngja, Sjonna. En við vitum að við erum með mjög gott lag í höndunum og höfum fulla trú á laginu. Við erum í frekar erfiðum riðli en við vonum innilega að við komumst í lokakeppnina svo að enn fleiri fái að hlusta á lagið okkar og boðskapinn.

„Það kom til mín blaðamaður frá Katar sem sagði að lagið væri mikið spilað þar. Komið í fimmta sæti á vinsældalistanum og svo vitum við til þessa að lagið er byrjað að spilast í Ástralíu," segir Þórunn og bætir við að það hafi alltaf verið eitt af markmiðunum, að koma tónlist Sjonna á framfæri út í heimi. Margir fjölskyldumeðlimir Sjonna ætla að koma út og vera viðstaddir forkeppnina á morgun.

„Við verðum stór hópur saman, margir úr tengdafjölskyldu minni og fullt af vinkonum mínum eru á leiðinni," segir Þórunn en hún ætlar að vera að koma heim næsta sunnudag og verður því á aðalkeppninni sama hvernig fer á morgun.

alfrun@frettabladid.is






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.