Lífið

Varð stjarnan á Fitness móti

Kristín Kristjánsdóttir sigraði Opna alþjóðlega Fitness mótið sem haldið var í Austurríki um síðustu helgi. Hún hlaut mikla athygli og fjallaði meðal annars dagblaðið NÖN um hana. Á myndinni sést Kristín ásamt Sigurði Gestssyni, sambýlismanni sínum, og dóttur.Fréttablaðið/heiða.is
Kristín Kristjánsdóttir sigraði Opna alþjóðlega Fitness mótið sem haldið var í Austurríki um síðustu helgi. Hún hlaut mikla athygli og fjallaði meðal annars dagblaðið NÖN um hana. Á myndinni sést Kristín ásamt Sigurði Gestssyni, sambýlismanni sínum, og dóttur.Fréttablaðið/heiða.is
Kristín Kristjánsdóttir sigraði Opna alþjóðlega Fitness mótið sem haldið var í Austurríki um síðustu helgi. Kristín vakti mikla athygli og var meðal annars fjallað um hana í austurríska dagblaðinu NÖN.

Þetta er í fyrsta sinn sem Íslendingur sigrar heildarkeppni á alþjóðlegu líkamsræktarmóti og því telst þetta frábær árangur hjá Kristínu. Þá sigraði hún Íslandsmeistaramótið í Fitness sem fram fór um páskana og var einnig kjörin líkamsræktarmaður ársins hjá Alþjóðasambandi líkamsræktarmanna á Íslandi.

Að sögn Sigurðar Gestssonar, þjálfar og sambýlismanns Kristínar, er mótið í Austurríki afskaplega sterkt mót enda er greinin gríðarlega vinsæl bæði í Austurríki og nágrannalöndunum. „Kristín vakti mikla athygli þarna úti og var stjarna mótsins. Aldur hennar vakti líka athygli, en hún er orðin 45 ára gömul og var að keppa við stúlkur sem gætu hafa verið dætur hennar,“ segir Sigurður sem er að vonum ánægður með árangur sambýliskonu sinnar.

Sigurður segir Fitness-íþróttina vera mjög vinsæla í Austurríki og telur að leikarinn og vaxtarræktartröllið Arnold Schwarzenegger hafi átt stóran þátt í að svo sé. „Þetta er óvenju vinsæl grein þarna í Austurríki, líklega með vinsælli íþróttagreinum í landinu. Mér finnst ekki ólíklegt að Schwarzenegger eigi þar hlut að máli.“

Inntur eftir því hvort Kristín ætli nú að leggja lóðin á hilluna svarar Sigurður því neitandi. „Með sigrinum tryggði hún sér sæti á Evrópumótinu sem fram fer á Spáni í júni, þannig hún hættir ekki strax,“ segir hann að lokum. -sm






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.