Lífið

Leita að goðum og gyðjum

Leitin hafin Ósk Norðfjörð og Karítas Ósk leita að íslenskum goðum og gyðjum ásamt Birgi Rafni Birgis. Keppnin fer fram þann 20. maí næstkomandi.
Leitin hafin Ósk Norðfjörð og Karítas Ósk leita að íslenskum goðum og gyðjum ásamt Birgi Rafni Birgis. Keppnin fer fram þann 20. maí næstkomandi.
Fegurðarsamkeppnin Goð og gyðjur verður haldin á skemmtistaðnum Spot þann 20. maí. Aðstandendur keppninnar leita nú að sex strákum og sex stelpum til að taka þátt og er útgeislun og heilbrigði eiginleikar sem þátttakendur þurfa að hafa fremur en annað.

Glamúrfyrirsætan Ósk Norðfjörð er einn þriggja skipuleggjenda keppninnar og situr að auki í dómarasæti. Þátttakendur keppninnar eiga að vera heilbrigðir á sál og líkama og er bæði dæmt út frá innri og ytri fegurð þeirra. „Okkur langaði að sjá ungt fólk blómstra og vera ánægt í eigin líkama og sál. Við erum að leita af fólki sem þorir að láta í sér heyra og verið góðar fyrirmyndir fyrir ungt fólk," útskýrir Ósk.

Einn piltur og ein stúlka munu hljóta titlana Goð og Gyðja ársins og að sögn Óskar fylgir titlinum nokkur ábyrgð. „Sigurvegararnir munu koma fram í skólum og gefa ungu fólki góð ráð, veita þeim stuðning og gefa ungmennum færi á að leita ráða hjá sér." Goðið og Gyðjan munu þó einnig hljóta glæsilega vinninga að launum og ber þar helst að nefna farsíma, ljósakort, skartgripi og dekurpakka.

Innt eftir því hvort fyrirhugað sé að halda keppnina aftur að ári liðnu svara Ósk því jatandi. „Já, klárlega gerum við það."

Áhugasamir geta sótt um þátttöku með því að senda tölvupóst á netfangið godoggydjur@gmail.com. -sm






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.