Innlent

Hætta vegna lengri boðleiða

Hvolsvöllur Aðstæður er sérstakar í Rangárþingi eystra segir sveitarstjórnin.
Hvolsvöllur Aðstæður er sérstakar í Rangárþingi eystra segir sveitarstjórnin.
Breytingar á lögreglustjóraembættum samkvæmt nýju frumvarpi mæta mikilli andstöðu hjá sveitarstjórn Rangárþings eystra.

„Í umdæmi lögreglustjórans á Hvolsvelli eru uppi afar sérstakar aðstæður, en gríðarleg náttúruvá er fyrir hendi; bæði vegna jarðskjálfta sem og mikil eldvirkni eins og nýleg dæmi sanna,“ segir sveitarstjórnin, sem kveður mikla þekkingu hafa verið byggða upp hjá íbúum og starfsfólki embættis lögreglustjórans á Hvolsvelli. „Með stækkun embættis lögreglustjóra lengjast boðleiðir og hætta er á að það mikla starf sem unnið hefur verið falli í glatkistu stórs embættis.“- gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×