Lífið

Clooney í góðu næði

Clooney og Canalis borðuðu fínan mat á Mr. Chow í tilefni af fimmtugsafmæli leikarans.
Clooney og Canalis borðuðu fínan mat á Mr. Chow í tilefni af fimmtugsafmæli leikarans.
Þrátt fyrir að George Clooney sé án nokkurs vafa ein allra stærsta kvikmyndastjarnan um þessar mundir tekst honum af og til að halda sig fjarri sviðsljósinu. Þannig varð leikarinn fimmtugur í gær en í stað þess að halda upp á afmælið með glæsilegri veislu og frægum vinum bauð hann kærustu sinni, Elisabettu Canalis, í lágstemmdan kvöldverð á kínverska veitingastaðnum Mr. Chow í miðbæ Los Angeles.

Clooney hefur eflaust vonast til þess að kvöldverðinum yrði haldið fyrir utan síður blaðanna en honum varð aldeilis ekki að ósk sinni, því meðal annarra gesta á staðnum voru Kirstie Alley og Jackie Collins. Og þær voru ekkert að spara færslurnar á twitter-síðum sínum. „Er í kvöldverði og þetta er sennilega einhver mesti frægðarfólksveitingastaður sem ég hef komið á,“ skrifaði Alley. Og bætti síðan um betur. „Var á Mr. Chow, besti matur í Los Angeles, til hamingju með afmælið, George Clooney.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.