Lífið

Óskarshafi á Bræðslunni

á bræðslunni Írinn Glen Hansard spilar á Bræðslunni í júlí.
nordicphotos/getty
á bræðslunni Írinn Glen Hansard spilar á Bræðslunni í júlí. nordicphotos/getty
Írski Óskarsverðlaunahafinn Glen Hansard, Hjálmar, Jónas Sigurðsson og Ritvélar framtíðarinnar, Vax og trúbadorinn Svavar Knútur koma fram á tónlistarhátíðinni Bræðslunni í Borgarfirði eystri helgina 22. til 24. júlí. Hansard er meðlimur hljómsveitarinnar The Frames og The Swell Season og lék einnig í kvikmyndinni The Commitments. Hann vann Óskarinn árið 2007 fyrir lagið Falling Slowly úr myndinni Once. Að jafnaði hafa rúmlega 1.000 manns sótt Borgarfjörð eystri heim Bræðsluhelgina sem er ágætis viðbót við íbúafjöldann sem telur um 120 manns. Forsala á Bræðsluna hefst 19. maí á Midi.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.