Erlent

Rússar banna mútur erlendis

Angel Gurría
Angel Gurría
Rússar hafa sett lög sem banna þarlendum að múta opinberum starfsmönnum erlendra ríkja. Sektir verða lagðar jafnt á fyrirtæki sem einstaklinga sem uppvísir verða að því að brjóta lögin.

Í tilkynningu Efnahags- og samvinnustofnunarinnar (OECD) í gær fagnar Angel Gurría, aðalframkvæmdastjóri stofnunarinnar, því að Dimitri Medvedev, forseti Rússlands, hafi fullgilt lögin. Með löggjöfinni hefur einnig opnast fyrir aðkomu Rússa að vinnuhópi OECD gegn mútum.- óká




Fleiri fréttir

Sjá meira


×