Lífið

Bigelow heldur uppteknum hætti

Kathryn Bigelow er með safaríkt efni í höndunum fyrir sína næstu kvikmynd en hún mun fjalla um leitina að Osama bin Laden.
Kathryn Bigelow er með safaríkt efni í höndunum fyrir sína næstu kvikmynd en hún mun fjalla um leitina að Osama bin Laden.
Bandaríska leikstýran Kathryn Bigelow hefur óvænt fengið upp í hendurnar magnaðan söguþráð sem sennilega á eftir að reynast gullnáma. Hún hefur nefnilega, nánast frá fyrstu hendi, fengið innsýn inn í líf þeirra sem höfðu uppi á Osama bin Laden og drápu í Pakistan.

Forsagan er þessi: Bigelow og samstarfsfélagi hennar, Mark Boal, hafa að undanförnu verið að vinna í stórmyndinni Triple Frontier sem Karl Júlíusson gerir leikmyndina í. Sú mynd tekur dágóðan tíma í undirbúningi og hefur Bigelow lýst yfir vilja sínum að gera harðsoðna hasarmynd í sumar. Sú átti að fjalla um leitina að Osama bin Laden og fylgja eftir sérsveit í bandaríska hernum. Svo skemmtilega vill til að Boal, sem skrifaði handritið að The Hurt Locker og er reyndur blaðamaður, hafði í gegnum sambönd sín innan bandaríska hersins fengið að fylgjast með einni fremstu sérsveit bandaríska hersins og það var hún sem felldi bin Laden á sunnudaginn.

Samkvæmt Empire Online er Boal nú á fullu við að endurskrifa handritið sem þau hugðust nota og færa inn mikilvægar breytingar. Ekki er hins vegar ljóst hvar myndin verður tekin upp enda mun þurfa töluverða öryggisgæslu í kringum tökustaðinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.